Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 3002 Megin færniþættir: • Öflun viðskiptavina Kemur auga á og fær til viðskipta vænlega viðskiptavini og gerir þá að hollvinum fyrirtækisins. Tengdir færniþættir: • Samskiptahæfni Sýnir stöðuga hæfni til að byggja upp traust sambönd innan fyrirtækisins og utan. • Tjáskipti Eykur hæfni einstaklingsins og fyrirtækisins með því að beita virkri hlustun og styðja hana með skýrum munnlegum og skriflegum upplýsingum. • Upplifun viðskiptavinar Leggur sitt af mörkum til að skapa jákvæða reynslu svo viðskiptavild og langtíma viðskiptasamband verði til. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Nota leiðir til að komast að og höfða til þarfa kaupandans • Búa til öflugar spurningar til að safna þeim upplýsingum sem þörf er á • Víkka væntingabil kaupandans til að skapa áhuga YFIRLIT Til að vekja áhuga notum við spurningar sem hjálpa kaupandanum og seljandanum að sjá skýrt þörf kaupandans og leiðir til að leysa vandamál og skapa tækifæri. Þú gerir þetta með því að nota fjögurra skrefa spurningaferli, koma auga á áhugasvið kaupandans, átta þig á kauphvötum og búa til hæfniyfirlýsingar sem eru sérsniðnar að hverjum kaupanda. SAMHENGI Upplýsingaöflun er grunnurinn að lausninni sem þú leggur fram. Upplýsingarnar sem þú aflar á þessu stigi ákvarða hvaða lausn þú leggur fram, hvernig þú leggur hana fram og síðast en ekki síst hvernig þú sýnir kaupandanum fram á virði vörunnar/ þjónustunnar. Söluferli Dale Carnegie byggir á upplýsingaöflun áður en lausnin er lögð fram. Algeng mistök í söluferlinu eru að byrja að selja áður en við vitum hvað kaupandinn vill og langar og hvers hann þarfnast. ÁHUGI

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==