Leiðtogaþjálfun
Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 3006 NÁÐU VALDI Á SÖLUFERLINU YFIRLIT Beiting rökrétts og prófaðs ferlis sem hægt er að endurtaka, hjálpar sölufólki að vita hvert það er að fara og hvernig á að ná árangri. Sölufólk verður að geta fylgt endurteknu mynstri til að byggja upp tengsl, vekja áhuga, leggja fram sérsniðnar lausnir, taka á andmælum, skapa þörf og loka. Þessi eining tengir saman söluferlið. Þú æfir þig í að halda sölukynningar líkt og þú værir fyrir framan viðskiptavin, með mati og endurgjöf frá jafningjum. SAMHENGI Geta okkar til að nota það sem við erum að læra er mikilvægasti mælikvarðinn á þátttöku okkar í allri starfsþjálfun. Þessi eining gefur þér færi á að sýna söluferlið. Með því að æfa sölukynningu með vinnufélögunum skapast verndað umhverfi til leiðsagnar áður en ný verkfæri eru reynd fyrir framan viðskiptavini. Þaulreynt ferli sem hægt er að endurtaka skapar stöðugleika á markaðinum og styrkir samkeppnisforskot með því að sérsníða lausnir að þörfum hvers kaupanda. Sölufólk fær tækifæri til að læra af öðrum og nýta sér styrk annarra. Megin færniþættir: • Öflun viðskiptavina Kemur auga á og fær til viðskipta vænlega viðskiptavini og gerir þá að hollvinum fyrirtækisins. • Tjáskipti Eykur hæfni einstaklingsins og fyrirtækisins með því að beita virkri hlustun og styðja hana með skýrum munnlegum og skriflegum upplýsingum. Tengdir færniþættir: • Upplifun viðskiptavinar Leggur sitt af mörkum til að skapa jákvæða reynslu svo viðskiptavild og langtíma viðskiptasamband verði til. • Áhrif Stýrir kringumstæðum og hvetur fólk til að skapa umhverfi með hag allra að leiðarljósi. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Tengja söluferlið saman • Halda sölukynningu sérsniðna að þörfum fyrirtækisins • Meta vinnufélaga og hæfni þeirra til að leggja fram lausnir
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==