Leiðtogaþjálfun
Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 3101 SKILGREINING SÖLUÁRANGURS YFIRLIT Skilgreining starfsárangurs sem tengist markmiðum, gildum og sýn fyrirtækisins, skapar niðurstöðu sem er allra hagur. Skýrleika er náð fram með því að skilgreina lykilárangurssvið og SMART starfsmælikvarða. Skyldur, athafnir, hæfni, þekking og geta leggjast á eitt til að skapa mælanlega niðurstöðu. Reglubundin eftirfylgni með stöðufundum og mælingum á hæfni og athöfnum skapar tækifæri til endurgjafar og aukins árangurs. SAMHENGI Árangursrík sölustjórnun hefst með því að skilgreina skýr starfsmarkmið. Að snúa viðskiptamarkmiðum fyrirtækis í dagleg verkefni er „ferlishlutinn“ af árangursstjórnun. Án skýrt skilgreindra starfsmarkmiða er ekki hægt að taka ákvörðun um hvort vinna þarf með einstaklinginn eða ferlið. Í þessari einingu skilgreinir þú þann árangur sem þú þarft að sjá hjá sölufólki þínu og þær athafnir sem þeir verða að sinna til að mynda samband sem tryggir árangur. Megin færniþættir: • Áreiðanleiki Tekur persónulega ábyrgð og gerir sjálfa(n) sig og aðra ábyrga fyrir árangri fyrirtækisins. • Tjáskipti Eykur hæfni einstaklingsins og fyrirtækisins með því að beita virkri hlustun og styðja hana með skýrum munnlegum og skriflegum upplýsingum. Tengdir færniþættir: • Sýn Með hugann við framtíðina. Skapar spennandi mynd af því hvernig framtíðin gæti og ætti að vera burtséð frá því hver staðan er í dag bæði fyrir þau og fyrirtækið. • Árangursmiðaður Leggur mikið upp úr því að sigra. Helgar sig því að finna árangursríka lausn við allar kringumstæður. • Mannauðsstjórnun Nýtir ferli til að tengja mannauðinn við markmið fyrirtækisins. • Leiðtogahæfni Vinnur í takt við sýn, stefnu og gildi að því að hámarka virði fyrirtækisins. Nær fram viljugri samvinnu og því allra besta í öðrum til að ná fyrirfram áætluðum árangri. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Skapa mynd af hvernig starf sölumanns lítur út þegar því er vel sinnt • Skilgreina frammistöðuvæntingar • Benda á lykilhæfni, þekkingu og getu sem eru starfinu nauðsynlegar • Snúa viðskiptamarkmiðum í daglegar athafnir sem hafa mælanlegan árangur • Beita ferli til að halda stöðufundi maður á mann
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==