Leiðtogaþjálfun

Prentmet Oddi 49320 Nr. 1006 Færniþættir sem unnið er með: SKILGREINING STARFSÁRANGURS YFIRLIT Skilgreining starfsárangurs sem tengist markmiðum, gildum og sýn fyrirtækisins skapar niðurstöðu sem er allra hagur. Skýrleika er náð fram með því að skilgreina lykilárangurssvið og SMART starfsmælikvarða. Skyldur, athafnir, hæfni, þekking og geta leggjast á eitt við að skapa mælanlega niðurstöðu. SAMHENGI Skilyrði þess að taka ábyrgð á verkefni er að hafa skýrt skilgreind starfsmarkmið. Að snúa viðskiptamarkmiðum fyrirtækis í dagleg verkefni er „ferlishlutinn“ af framkvæmdastjórnun. Þegar við veltum fyrir okkur mannlegum þætti frammistöðu höfum við í huga að það er oft ekki nóg að vita aðeins hvað á að gera. Það er einnig mikilvægt að vita „hvernig“, „af hverju“ og „hversu vel eða hve oft“, svo að fólk geti lagt til starfsins sínar bestu hugmyndir og viðleitni. Án skýrt skilgreindra starfsmarkmiða er ekki hægt að taka ákvörðun um hvort vinna þarf með einstaklinginn eða ferlið. Að þessum hluta loknum getum við skapað skýrar og sérgreindar væntingar varðandi frammistöðu sem styðja framtíðarsýn og almenn markmið fyrirtækisins. Megin færniþættir: • Beiting stjórntækja Beitir viðeigandi stjórntækjum til að tryggja viðgang ferla fyrirtækisins. • Mannauðsstjórnun Nýtir ferli til að tengja mannauðinn við markmið fyrirtækisins. Tengdir færniþættir: • Frumkvæði Hefur frumkvæði að því að koma hlutum í verk. Leggur mat á sjálfa(n) sig og aðra og grípur til leiðréttandi aðgerða þegar þörf er á. Hefur sjálfsaga. • Leiðtogahæfni Vinnur í takt við sýn, stefnu og gildi að því að hámarka virði fyrirtækisins. Nær fram viljugri samvinnu og því allra besta í öðrum til að ná fyrirfram áætluðum árangri. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Skapa mynd af hvernig starf þeirra lítur út þegar því er vel sinnt • Skilgreina frammistöðuvæntingar • Benda á lykilhæfni, þekkingu og getu sem eru starfinu nauðsynleg • Snúa viðskiptamarkmiðum í daglegar athafnir sem hafa mælanlegan árangur

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==