Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 3103 MARKÞJÁLFUN SÖLUFÓLKS YFIRLIT Brennipunktur þessarar einingar er að bæta hæfni söluteymis. Flest söluþjálfun samanstendur af þekkingu á vörunni/þjónustunni í stað þess að bæta hæfni í því sem sölufólkið segir og gerir þegar það er í beinum samskiptum við viðskiptavini og tilvonandi viðskiptavini. SAMHENGI Ein mest gefandi hlið sölustjórastarfsins er að hjálpa sölufólkinu þínu að ná markmiðum sínum og sýn á lífið. Til að svo megi verða þarf sterka markþjálfun og hæfni til að þróa færni einstaklingsins. Í þessari einingu ferðu yfir leiðir sem gera þig áhrifaríkari markþjálfa, sem bætir frammistöðu alls söluliðsins. Í þessari einingu skoðar þú ástæður slakrar frammistöðu. Þú æfir ferli til að bæta hæfni og kerfi til að veita endurgjöf í tíma sem tryggir framtíðar árangur. Þetta samanlagt vísar þér leið til að þjálfa og þróa lið þitt í þá átt að ná markmiðum allra hlutaðeigandi – sölumannsins, sölustjórans og fyrirtækisins. Megin færniþættir: • Árangursmiðaður Leggur mikið upp úr því að sigra. Helgar sig því að finna árangursríka lausn við allar kringumstæður. • Mannauðs-stjórnun Nýtir ferli til að tengja mannauðinn við markmið fyrirtækisins. Tengdir færniþættir: • Sýn Með hugann við framtíðina. Skapar spennandi mynd af því hvernig framtíðin gæti og ætti að vera burtséð frá því hver staðan er í dag bæði fyrir þau og fyrirtækið. • Viðhorf Viðheldur vingjarnlegu og jákvæðu viðhorfi sem einkennist af eldmóði. • Fagmennska Endurspeglar þroska og heilindi sem skapa trúverðugleika. • Samskiptahæfni Sýnir stöðuga hæfni til að byggja upp traust sambönd innan fyrirtækisins og utan. • Leiðtogahæfni Vinnur í takt við sýn, stefnu og gildi að því að hámarka virði fyrirtækisins. Nær fram viljugri samvinnu og því allra besta í öðrum til að ná fyrirfram áætluðum árangri. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Nota hring bættrar frammistöðu til að þróa söluteymi • Beita skrefum aðlögunarferlisins til að bæta söluhæfni og frammistöðu • Veita árangursríka endurgjöf byggða á hegðun

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==