Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 3104 NÝLIÐUN SÖLULIÐSINS YFIRLIT Það að vera alltaf með mögulega sölumenn í pípunum kemur í veg fyrir mistök í ráðningum. Við ættum alltaf að vera með augun opin fyrir hæfileikaríku fólki frekar en að hlaupa af stað þegar manna þarf lausa stöðu með litlum fyrirvara. Sölustjórar verða að geta komið auga á hæfileika, skilgreint færniþætti til að geta tekið hlutlægar ákvarðanir í ráðningarferlinu og nýtt sér tengslanetið til að kynna stöður og koma auga á mögulega sölumenn. SAMHENGI Sölustjórar verða stöðugt að vera að leita að mögulegum sölumönnum. Þú hefur sinnt þessari hlið starfsins með prýði, þú hefur alltaf góða sölumenn á skrá þegar þú þarft að ráða nýja starfsmenn. Í þessari einingu skoðar þú aðstæður sem knýja okkur til að bæta við söluliðið, hvar við getum fundið hæfileikaríkt sölufólk og leiðir til að skipuleggja, hlutbinda og tryggja árangur í nýliðunarferlinu. Megin færniþættir: • Mannauðsstjórnun Nýtir ferli til að tengja mannauðinn við markmið fyrirtækisins. Tengdir færniþættir: • Samskiptahæfni Sýnir stöðuga hæfni til að byggja upp traust sambönd innan fyrirtækisins og utan. • Áhrif Stýrir kringumstæðum og hvetur fólk til að skapa umhverfi með hag allra að leiðarljósi. • Leiðtogahæfni Vinnur í takt við sýn, stefnu og gildi að því að hámarka virði fyrirtækisins. Nær fram viljugri samvinnu og því allra besta í öðrum til að ná fyrirfram áætluðum árangri. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Meta hvenær ráða þarf nýja sölumenn • Hafa alltaf sölumenn í pípunum • Nýta sér þær uppsprettur sölumanna sem til eru • Mynda nýliðunartengsl með því að nota fjögurra skrefa kerfi • Nota viðtalstækni sem byggir á færniþáttum

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==