Leiðtogaþjálfun
Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 3304 AÐFERÐIR VIÐ ÖFLUN VIÐSKIPTA • Við lok þessa hluta verða þátttakendur færir um að: • Greina og skapa aðferðir til að breyta köldum símtölum í heit símtöl • Finna upplýsingar í gögnum um fyrirliggjandi viðskiptavini sem geta fangað athygli væntanlegra viðskiptavina • Semja grípandi staðhæfingar um öflun viðskipta sem byggja upp trúverðugleika innan fyrirtækisins og vekja umræður á sölufundum Megin færniþættir: • Upplifun viðskiptavina Skapar umhverfi með viðskiptavinum sem stuðlar að jákvæðu langtímasambandi. Hagnýtir jákvæða upplifun til að skapa tryggð viðskiptavina og vekja hjá þeim löngun til að verða hollvinir fyrirtækisins. • Öflun viðskiptavina Greinir og umbreytir mögulegum viðskiptavinum, sem ættu að beina viðskiptum sínum til okkar, í virka viðskiptavini sem verða hollvinir fyrirtækisins. Tengdir færniþættir: • Frumkvæði Með framsýni verða hlutirnir að veruleika. Leggur mat á sjálfan sig og aðra og grípur til jákvæðra leiðréttinga. Hefur sjálfsaga. • Árangursmiðaður Hefur ástríðu til að sigra. Leggur sig fram við að koma með lausnir þar sem allir vinna. • Áhrif Leitast stöðugt við að stýra aðstæðum og leiða fólk inn í aðstæður þar sem allir vinna. SAMANTEKT Árangursrík öflun viðskipta byrjar á skilningi á því hvar best sé að leita fanga fyrir sölufólk þegar reynt er að ná til nýrra viðskiptavina. Til að ná hámarksárangri þarf sölufólk að gera sér grein fyrir því að núverandi viðskiptavinir geta veitt dýrmæta innsýn inn í hvernig best er að nálgast væntanlega og mögulega viðskiptavini. Hagnýting rafrænna samfélagsmiðla fjölgar tækifærum til að breyta köldum símtölum í heit símtöl. Hagnýtar forrannsóknir geta gert fyrstu símtölin markvissari. Þær tryggja að tengsl komist á við fyrstu símtölin. Í fyrstu símtölunum skal afmarka væntanlega viðskiptavini til að nýta sem best tíma sölumannsins og hins væntanlega viðskiptavinar. SAMHENGI Farsælt sölufólk áttar sig á því að það þarf stöðugt að endurnýja dreifikerfið með nýjum væntanlegum viðskiptavinum. Kannski hefurðu heyrt frasann um að öflun viðskipta sé talnaleikur. Bæta þarf við þann leik úthugsuðum aðferðum, réttum upplýsingum og réttu viðhorfi. Öflun nýrra viðskipta krefst hugrekkis, sjálfstrausts og þess sem mikilvægast er, aðferða sem skila langtímaárangri. Sölufólk þarf að átta sig á hvernig það getur fundið vítt svið mögulegra viðskiptavina og byrjað samtöl á þann hátt sem leiðir til eftirfylgnisamtala og sölutækifæra.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==