Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 3500 YFIRLIT Í þessari einingu er lagður grunnur að nokkrum þeim færniþáttum sem nauðsynlegir eru til að ná árangri í samningum. Þú skoðar nokkur atriði, önnur en verð, sem geta aukið virði þess sem þú hefur að bjóða. Góður skilningur á samningaferlinu eykur líkurnar á því að við bregðumst rökrétt við uppákomum í stað þess að láta tilfinningarnar hlaupa með okkur í gönur. Samræðurnar verða vandaðri og leiða til samvinnu í stað ágreinings. SAMHENGI Hvort sem þú starfar við sölu, stjórnun, tengslamyndun eða innkaup þá eru líkur á að þú eigir í einhvers konar samningaviðræðum á hverjum degi. Til að langtímasambönd þróist verða allir hagsmunaaðilar að upplifa að þeir hafi náð sanngjörnum samningi og vilja eiga endurtekin viðskipti. Þegar upp er staðið geta samningaviðræðurnar verið jákvæð reynsla fyrir alla samningsaðila, ef samið var með hag allra að leiðarljósi, viðskiptavina, fyrirtækisins og síðast en ekki síst þinn hag. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Koma í veg fyrir mistök í samningaferlinu • Þekkja einkenni þeirra sem ná árangri í samningum • Semja um fleira en eingöngu verð • Beita ferli við samningaviðræður Megin færniþættir: • Upplifun viðskiptavinar Að leggja sitt af mörkum til að skapa jákvæða reynslu sem leiðir til viðskiptavildar og langtíma viðskiptasambands. Nýta jákvæða reynslu til að mynda viðskiptatryggð. • Meðvitund um umhverfi sitt Að sjá hlutina frá fleiri en einu sjónarhorni. Greina sundur orsök og afleiðingu. Fylgjast með málum sem hafa áhrif á ábyrgðarsvið. • Viðhorf Vingjarnleiki, jákvæðni og eldmóður. Tengdir færniþættir: • Aðlögunarhæfni Víðsýni. Sveigjanleiki gagnvart breytingum á vinnustaðnum. Að bregðast við aðstæðum með jákvæðu viðhorfi. • Samskiptahæfni Stöðug hæfni til að byggja upp traust sambönd innan og utan fyrirtækisins. • Fagmennska Endurspeglun þroska og heilinda sem skapa trúverðugleika. SAMNINGATÆKNI: SAMVINNA TIL SIGURS

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==