Leiðtogaþjálfun
Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 4002 TILFINNINGASTJÓRN VIÐ ÚRLAUSN ÁGREININGS YFIRLIT Líklega er mikilvægasta skrefið, en jafnframt það erfiðasta, þegar tekist er á við ágreining, að hafa stjórn á tilfinningum okkar. Fólk getur haft hemil á neikvæðu viðhorfi með því að skilja og stjórna sex þáttum ágreiningshringsins, læra leiðir til að vinna með reiði, búa til heilbrigða valkosti við niðurbrjótandi athugasemdum og stofna til samræðna um ágreininginn en um leið hafa stjórn á tilfinningum sínum. SAMHENGI Sterkar tilfinningar eru bæði orsök og afleiðing ágreinings. Fólk sem á í ágreiningi finnur fyrir fjölda sterkra og oft neikvæðra tilfinninga svo sem reiði og vantrausti. Þessar tilfinningar verða oft ágreiningsefninu yfirsterkari. Þær eru raunverulegar og taka þarf á þeim svo leysa megi ágreining á þægilegan hátt fyrir alla sem hlut eiga að máli. Í þessari einingu muntu kynnast tilfinningalegu hliðinni á úrlausn ágreinings. Þú ræðir hvers vegna reiði er tilfinning sem þú verður að vinna úr og stýra til að leysa megi úr ágreiningnum á faglegan hátt. Megin færniþættir: • Úrlausn ágreinings Skapar sátt í erfiðum samskiptum og leysir úr málum sem upp koma vegna ágreinings. Tengdir færniþættir: • Streitustjórnun Gerir greinarmun á jákvæðri og neikvæðri streitu. Við- horf og hegðun einkennist af jafnvægi. • Samskiptahæfni Sýnir stöðuga hæfni til að byggja upp traust sambönd innan fyrirtækisins og utan. • Tjáskipti Eykur hæfni einstaklingsins og fyrirtækisins með því að beita virkri hlustun og styðja hana með skýrum munn- legum og skriflegum upp- lýsingum. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Greina hvernig ágreiningsferli þróast • Tjá tilfinningar sínar á heilbrigðan máta • Tileinka sér grundvallarlögmál sjálfsstjórnar • Fara yfir ágreiningsefni í samtali við mótaðilann
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==