Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 4003 Megin færniþættir: • Tjáskipti Eykur hæfni einstaklingsins og fyrirtækisins með því að beita virkri hlustun og styðja hana með skýrum munn- legum og skriflegum upp- lýsingum. • Úrlausn ágreinings Skapar sátt í erfiðum samskiptum og leysir úr málum sem upp koma vegna ágreinings. Tengdir færniþættir: • Fagmennska Endurspeglar þroska og heil- indi sem skapa trúverðug- leika. • Leiðtogahæfni Vinnur í takt við sýn, stefnu og gildi að því að hámarka virði fyrirtækisins. Nær fram viljugri samvinnu og því allra besta í öðrum til að ná fyrir- fram áætluðum árangri. YFIRLIT Sáttaumleitun á sér stað þegar þriðji aðili gengur í milli tveggja aðila sem deila til að hjálpa þeim í átt að lausn. Sáttasemjarar ýta undir uppbyggjandi umræður með því að fá fólk til að setja grunnreglur, gefa fólki tækifæri til að segja sína hlið á málum, safna upplýsingum, mynda sér skoðun, semja um lausn og ná samkomulagi. SAMHENGI Deilur á vinnustað geta leitt til minni framleiðni, ógnað hugarró og líðan fyrirtækisins og þeirra sem hlut eiga að máli. Þegar ágreiningurinn nær því stigi að hann truflar eða skaðar samskipti við innri eða ytri viðskiptavini gæti sáttaumleitun verið svarið. Í þessari einingu muntu ákvarða hvenær nauðsynlegt er að leita sátta. Þú æfir ferli til að leita sátta milli samstarfsaðila með það að markmiði að byggja upp eða endurbyggja traust og heilbrigt samstarf. LEITAÐ SÁTTA Í DEILUM Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Ákvarða hvenær leita þarf sátta • Hlusta með hlutleysi á einstaklinga sem deila • Lóðsa opin samskipti milli einstaklinga sem deila • Leiðbeina einstaklingum sem í hlut eiga í átt að lausn

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==