Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 4004 Megin færniþættir: • Úrlausn ágreinings Skapar sátt í erfiðum samskiptum og leysir úr málum sem upp koma vegna ágreinings. Tengdir færniþættir: • Streitustjórnun Gerir greinarmun á jákvæðri og neikvæðri streitu. Við- horf og hegðun einkennist af jafnvægi. • Samskiptahæfni Sýnir stöðuga hæfni til að byggja upp traust sambönd innan fyrirtækisins og utan. • Tjáskipti Eykur hæfni einstaklingsins og fyrirtækisins með því að beita virkri hlustun og styðja hana með skýrum munn- legum og skriflegum upp- lýsingum. YFIRLIT Margir forðast ágreining þar sem þeir sjá ekki þann mikilvæga tímamótaárangur sem getur átt sér stað þegar mál eru rædd opinskátt og leyst. Fólk þarf að skilja og greina þær hindranir sem standa í vegi fyrir þessu og grípa til aðgerða til að byggja upp traust. SAMHENGI Flestir líta á ágreining sem miður skemmtilega upplifun í sínum störfum. Sökum þessa er tilhneiging til að líta ekki á ágreining sem tækifæri. Meiri líkur eru á að litið sé á ágreining sem hindrun frekar en tækifæri. Líkur eru á að þessi viðbrögð eigi rætur sínar að rekja til þess að fólk og fyrirtæki hafa ekki yfir að ráða réttu verkfærunum til að nýta ágreining á jákvæðan hátt og skapa menningu þar sem litið er á ágreining sem tækifæri til vaxtar, bæði fyrir einstaklinginn og fyrirtækið. Í þessari einingu ræðir þú leiðir til að þroska og víkka út hæfni þína með því að takast á við ágreining. Þú býrð þig undir hugsanlegan ágreining og þróar leiðir til að takast á við hann. ÁGREININGUR SEM TÆKIFÆRI TIL VAXTAR Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Koma auga á hvernig ágreiningur hamlar vexti • Útiloka hindranir sem til verða vegna ágreinings og þannig stuðla að stöðugri framþróun • Treysta sambönd með því að takast á við ágreining á árangursríkan hátt • Skapa umhverfi sem einkennist af trausti og opnum samskiptum

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==