Leiðtogaþjálfun

Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 4005 TÖKUMST Á VIÐ ÁGREINING YFIRLIT Mörg fyrirtæki lenda í vandræðum þegar ágreiningi er sópað undir teppið, þegar sumir einstaklingar vita ekki af málum sem upp koma og erfið mál eru ekki uppi á borðinu. Ágreiningur getur verið uppbyggjandi þegar fólk skilur uppruna hans og ágreiningsmálin eru skýrð. SAMHENGI Orðið uppbyggjandi er skilgreint sem viðleitni til að bæta eða flýta; hjálpsemi. Sérfræðingar í þróun skipulagsheilda hafa komist að því að ágreiningur er besti hvatinn til að breyta samböndum, hópum eða fyrirtækjum. Markmið þessarar einingar er að hvetja til menningar sem fóstrar og viðheldur opnu umhverfi gagnvart ágreiningi. Í þessu umhverfi eru allir sem þátt eiga í ágreiningnum sáttir við að hafa haft orð á ágreiningnum, vitandi að tekið verður á honum af ábyrgð og virðingu. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Koma auga á uppruna ágreinings • Koma auga á tækifæri sem upp koma með ágreiningi • Koma duldum ágreiningi upp á borðið • Nota leiðbeiningar um að halda uppi afköstum í ágreiningsaðstæðum • Takast á við ágreining án þess að ala á óvild Megin færniþættir: • Gildi Stýrist af eigin gildismati. Sýnir mikil heilindi með þvíað breyta í takt við sín persónulegu gildi. • Úrlausn ágreinings Skapar sátt í erfiðum samskiptum og leysir úr málum sem upp koma vegna ágreinings. • Frumkvæði Hefur frumkvæði að því að koma hlutum í verk. Leggur mat á sjálfa(n) sig og aðra og grípur til leiðréttandi aðgerða þegar þörf er á. Hefur sjálf- saga. Tengdir færniþættir: • Meðvitund um umhverfi sitt Sér hlutina frá fleiri en einu sjónarhorni. Er meðvit- aður um orsök og afleiðingu. Fylgist með málum sem hafa áhrif á ábyrgðarsvið. • Streitustjórnun Gerir greinarmun á jákvæðri og neikvæðri streitu. Við- horf og hegðun einkennist af jafnvægi. • Samskiptahæfni Sýnir stöðuga hæfni til að byggja upp traust sambönd innan fyrirtækisins og utan. • Tjáskipti Eykur hæfni einstaklingsins og fyrirtækisins með því að beita virkri hlustun og styðja hana með skýrum munn- legum og skriflegum upp- lýsingum.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==