Leiðtogaþjálfun

Prentmet Oddi 49320 Nr. 4007 Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Greina „heitu takkana“ og hlutverk þeirra í ágreiningi • Láta aðra njóta vafans og beita stuðpúða á skoðanir svo þær fái aukinn hljómgrunn • Beita sérstakri aðferð við að leggja til hugmyndir og vera ósammála á jákvæðan hátt SAMANTEKT Í þessum hluta fræðist þú um eigin persónuleika og viðbrögð þín þegar þú þarft að takast á við skoðanaágreining sem snertir „heitu takkana“ þína. Þú lærir að hemja tilfinningar þínar, leyfa öðrum að njóta vafans og tjá tilfinningar þínar þannig að það leiði til sáttar, jákvæðrar niðurstöðu og aukinna afkasta. SAMHENGI Ágreiningur er ekki bara óhjákvæmilegur annað slagið, heldur hluti af eðlilegu samskiptamynstri sem þróast manna á milli. Óleystur ágreiningur getur hins vegar valdið mikilli sóun á tíma og orku og haft slæm áhrif á reksturinn vegna glataðrar framleiðni. Margir leggja sig fram við að forðast ágreining til að viðhalda friði og góðum vinnuanda. Samt getur þú haft mikið gagn af fólki sem þú ert ósammála ef þú venur þig á að líta á slíkar aðstæður sem tækifæri til að læra og tekst á við þær á jákvæðan og faglegan hátt. Raunar sýna rannsóknir að árangursrík úrlausn ágreinings og álitamála meðal vinnufélaga eða í einkalífi leiðir að lokum til aukinnar gagnkvæmrar virðingar og jákvæðari samskipta. VERTU ÓSAMMÁLA Á JÁKVÆÐAN HÁTT Grundvallarhæfni sem hugað er að: Meginhæfnisþættir: • Úrlausn árgreinings Eflir samhug í aðstæðum þar sem samskipti eru erfið og færir saman fólk sem hefur snúið baki hvert við öðru vegna ágreinings. • Samskipti Eflir hæfileika einstaklinga og fyrirtækisins í gegnum virka hlustun sem studd er skýrri munnlegri og skriflegri upplýsingagjöf. • Meðvitund um umhverfi Sér hlutina frá mörgum sjónarhornum. Er vakandi fyrir því hvernig aðgerðir hafa áhrif á aðra. Fylgist vel með þeim Tengdir hæfnisþættir: • Samskiptahæfni Stöðug geta til að byggja upp sambönd sem byggjast á trausti og virðingu, jafnt innan sem utan fyrirtækisins. • Viðhorf Lítur með vinsemd, jákvæðni og áhuga á hlutina. • Aðlögunarhæfni Hefur opinn huga fyrir nýjum hugmyndum. Mætir breytingum á væntingum og umhverfi í vinnu af sveigjan- leika. Bregst við aðstæðum og viðheldur jákvæðu við- horfi.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==