Leiðtogaþjálfun
Færniþættir sem unnið er með: Prentmet Oddi 49320 Nr. 4008 Megin færniþættir: • Úrlausn ágreinings Eflir samhug í aðstæðum þar sem samskipti eru erfið og færir saman fólk sem hefur snúið baki hvert við öðru vegna ágreinings. • Samskipti Eflir hæfileika einstaklinga og fyrirtækisins í gegnum virka hlustun sem studd er skýrri munnlegri og skriflegri upplýsingagjöf. • Meðvitund um umhverfi Sér hlutina frá mörgum sjónarhornum. Er vakandi fyrir því hvernig aðgerðir hafa áhrif á aðra. Fylgist vel með þeim málum sem snerta ábyrgðarsviðið. Tengdir færniþættir: • Samskiptahæfni Stöðug geta til að byggja upp sambönd sem byggjast á trausti og virðingu, jafnt innan sem utan fyrirtækisins. • Viðhorf Lítur með vinsemd, jákvæðni og áhuga á hlutina. • Aðlögunarhæfni Hefur opinn huga fyrir nýjum hugmyndum. Mætir breytingum á væntingum og vinnuumhverfi af sveigjan- leika. Bregst við aðstæðum og viðheldur jákvæðu við- horfi. Við lok þessarar einingar verða þátttakendur færir um að: • Leggja mat á samningafærni sína og afstöðu • Ná niðurstöðu þar sem allir vinna með skipulagningu og undirbúningi • Beita samninganálgun til að ná niðurstöðu sem er hagkvæm fyrir báða aðila Ť:,1Ǔ:,1Ţ 6$01,1*$7.1, SAMANTEKT Í vinnunni stendur þú í margvíslegum samningaviðræðum á hverjum degi. Hæfileikinn til að beita samningatækni þar sem allir vinna getur bætt árangur þinn. Allar tegundir samningatækni sem leiða til þess að allir vinna eru mikilvægar til að hafa áhrif á fólk og mynda uppbyggileg og jákvæð sambönd. Í þessum hluta er skoðað samningalíkan þar sem allir vinna og lagt er mat á hvernig þér farnast sem samningamaður. Yfirlit Við semjum af því við höfum eitthvað að bjóða eða af því við viljum eitthvað frá einhverjum sem líka vill eitthvað. Þó að aðilarnir sem í hlut eiga í samningaviðræðunum hafi líklega mismunandi markmið, gildi, áhyggjur og ástæður fyrir að vilja tiltekna lausn þá er líklega jafnmikið í húfi fyrir alla einstaklinga sem taka þátt í ferlinu, bæði vitsmunalega og tilfinningalega. Þörfin fyrir skilvirka samningatækni hefur sjaldan verið meiri. Til að bregðast við nýjum raunveruleika og halda samkeppnishæfni sinni þarf fagfólk að vera jafnvel upplýst og undirbúið, virða þekkingu og hagsmuni hins aðilans og vera fært um að veita lausnir sem leiða til þess að allir vinna.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==