Fréttablað Eflingar 1. tbl. 2019

22 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Nám Raunfærnimat – hvað er það? Raunfærnimat er skipulagt ferli þar sem lagt er mat á alhliða þekkingu og færni einstaklingsins með formlegum hætti. Matið getur byggst á starfsreynslu, skóla­ göngu, starfsnámi, framhaldsfræðslu og frístundanámi viðkomandi. Raunfærnimatsferlið er í fimm liðum 1. Kynningarfundur þar sem raunfærni- matið er kynnt fyrir áhugasömum. Þær greinar sem hafa verið til mats hjá IÐUNNI fræðslusetri eru: • Matvæla- og ferðaþjónustugrein- ar: matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn, kjötskurður, bakaraiðn, matartækni, matsveinn, slátrun og aðstoðarþjónn. • Bygginga- og mannvirkjagreinar: húsa- smíði, málaraiðn, múraraiðn og pípulagnir. • Farartækja- og flutningsgreinar: bifvéla- virkjun, bílamálun og bifreiðasmíði. • Málm- og vélgreinar: vélvirkjun, stálsmíði, blikksmíði, rennismíði, vélstjórn og málm- suða. • Upplýsinga- og fjölmiðlagreinar: Prentun, ljósmyndun (vinnustaðanám), grafísk miðlun. • Aðrar greinar: Hársnyrtiiðn, skrúðgarð- yrkja og netagerð. Áhugasömum er bent á að hafa samband við IÐUNA fræðslusetur, Vatnagörðum 20 í síma 590 6400 eða með tölvupósti, radgjof@idan.is 2. Viðtal hjá náms- og starfsráðgjafa. 3. Færnimöppugerð í samstarfi við náms- og starfsráðgjafa. 4. Matssamtal við fagaðila. 5. Farið yfir niðurstöður með náms- og starfs- ráðgjafa og skólaganga skipulögð. Skilyrði fyrir þátttöku í raunfærnimati eru eftirfarandi: 23 ára aldur og 3 ára starfs- reynsla í viðkomandi grein. Staðfesta þarf vinnutíma með opinberum gögnum s.s. lífeyrissjóðsyfirliti. Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér í hvaða greinum hægt er að taka raunfærni­ mat. Sími 590 6400 www.idan.is Nánari upplýsingar á heimasíðu okkar, www.idan.is , í síma 590 6400 og einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið radgjof@idan.is Viltu fá staðfestingu á færni þinni? Raunfærnimat miðar að því að meta færni og þekkingu sem öðlast má í starf i. Mat á raunfærni er ætlað fólki 23 ára og eldra með að lágmarki þriggja ára starfsreynslu í viðkomandi grein. Hefur þú starfað sem barþjónn eða þerna? Raunfærnimat fyrir þernur og barþjóna Eftir áralanga reynslu á vinnumarkaði hafa margir byggt upp umtalsverða þekkingu og færni í sínu starfi og búa yfir raunfærni sem vert er að skoða og meta. Nú stend- ur til að bjóða upp á nýtt þróunarverkefni í raunfærnimati fyrir barþjóna og þernur þar sem sjónum er beint sérstaklega að starfinu en ekki námskrá eins og áður hefur verið gert í raunfærnimatinu. Með raunfærnimati fá þátt- takendur staðfestingu á þeirri færni sem þeir hafa fengið úr starfi. Boðið verður upp á raun- færnimat bæði á íslensku og ensku og hafa sjálfsmatslistar verið þýddir á ensku. Þetta gefur fólki sem er af erlendu bergi brotið tæki- færi á að svara listunum á ensku ásamt því að matssamtöl fara fram á ensku ef þess er óskað. Að loknu matinu er ætlunin að bjóða upp á nám sem er sérsniðið að viðkomandi starfi. Raunfærnimat er því mikil hvatning fyrir einstaklinga á vinnumarkaði.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==