Fréttablað Eflingar 1. tbl. 2019

32 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Viðtalið Nýr í stjórn Eflingar - segir Jamie McQuilkin, stjórnarmaður í Eflingu Við getum breytt samfélaginu ef við viljum Rætur Jamie McQuilkin eru í Skotlandi. Þangað flutti hann frá Bandaríkjunum þegar hann var fimm ára gamall. Hann hefur búið í ýmsum löndum frá því að hann flutti að heiman og flutti til Íslands fyrir fimm árum, 24 ára gamall. Fyrstu tvö árin stundaði hann nám við Háskóla Íslands. Jamie var kjörinn í stjórn Eflingar síðasta vor og hafði þá verið félagsmaður í tvö ár. Jamie lagði stund á umhverfisvísindi og starfar við meðhöndlun úrgangs og mengunarmælingar. Stundum vinnur hann hjá Sorpu í Álfsnesi, eða mælir plastmagn í skólpi. Hann hefur verið viðloðandi gasgerð á urðunarstöðum, þar sem lögð er áhersla á að draga úr losun metangass út í andrúmsloftið og að tryggja gæði gassins þannig að hægt sé að nýta það sem eldsneyti fyrir bíla. Aðspurður af hverju hann hafi ákveðið að flytjast til Íslands, segist Jamie hafa komið í stutta heimsókn árið 2012 og þótt landið spennandi. Mér finnst fámennið og minna skrifræði eftirsóknarvert. Áður en ég flutti hingað, bjó ég sveitaþorpi í Wales þar sem bjuggu um 2000 manns og það er margt líkt með því hvernig hlutirnir eru gerðir hér. Hér er gott tækifæri til að búa í landi þar sem hægt er að skilja fólk frá öllum landshlutum og þekkja fullt af fólki persónulega. Aftur og aftur fæ ég staðfestingu á því að smæð- in gerir samfélagið betra og fólk hefur þessi nánu persónulegu tengsl. Að mörgu leyti eruð þið með færri félagsleg vandamál en það sem ég þekki frá Bretlandi, segir Jamie og bætir því við að það sé hugsanlega vegna fjar- lægðarinnar milli vinnandi fólks og þeirra sem taka ákvarðanirnar. Jamie var einn þegar hann kom til Íslands. Ég þekkti engan, segir hann. Núna á ég íslenska kærustu, sem er að kenna mér íslensku. Mig langar að búa áfram á Íslandi, langar að verða Íslendingur, bætir hann við. Mér líkar vel við landið og mér finnst ég hafa fleiri tækifæri hér en í Bretlandi. Fólk hafi tækifæri til að gera það sem hugurinn girnist. Lítil reynsla af þátttöku í verkalýðsfélagi Jamie þekkti ekki mikið til Eflingar, hafði verið félagsmaður um tveggja ára skeið og hafði á tilfinningunni að mörgu þyrfti að breyta, ætti félagið að vera jafn sterkt og það gæti og ætti að vera. Hann hafði hitt Sólveigu Önnu nokkrum sinnum í tengslum við ýmis gras- rótarverkefni og hann hafði hitt Önnu Marj- ankowska sem var líka í framboði. Eitt af því sem við erum að reyna að gera, segir Jamie, er að láta stjórnina endurspegla félagið betur, þar með talið innflytjendur, sem nú eru komn- ir í meirihluta í félaginu.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==