Fréttablað Eflingar 1. tbl. 2019

38 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Dansað og sungið á jólaballi Eflingar Glatt á hjalla á jólaballi Eflingar Söngur, gleði og dans einkenndu jólaball Eflingar sem var haldið þann 15. desember sl. Fyrirkomu- lag varðandi skráningu á ballið var með sama hætti og í fyrra, rafræn skráning og aðgangur ókeypis fyrir félagsmenn Eflingar. Því miður var nokkuð um það að þeir sem áttu bókaðan miða mættu ekki og því komust færri að en vildu og pláss leyfði. Þrátt fyrir þetta var góð stemning í salnum en ballið var haldið í Gullhömrum að venju. Dansað og sungið var í kringum jólatréð og sá hljómsveit hússins um undirspilið og stóð sig vel eins og alltaf. Boðið var upp á gómsæt- ar veitingar og þegar þrír jólasveinar mættu á svæðið færðist heldur betur fjör í leikana enda mikið um fíflalæti hjá þeim sem vakti mikla kátínu hjá ungum sem öldnum. Jólaballið

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==