Fréttablað Eflingar 2. tbl. 2019

10 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Kjaraviðræðurnar Samningar 2019 Staðan í viðræðunum Frá desemberlokum hafa viðræður Eflingar, VLFA og VR við Samtök atvinnulífsins verið hjá ríkissáttasemjara. Samningaviðræður við ríki og sveitarfélög hefjast innan skamms, en þeir samningar losna í mars. Stefnt er á fundi með trúnaðar- mönnum hjá Reykjavíkurborg og ríki um miðj- an febrúar og opna fundi með félagsmönnum seinna í þeim mánuði. Sólveig Anna fundar í umboði samninga­ nefndar Eflingar, sem er skipuð meðlimum félagsins. Nefndin veitir umboð til viðræðna Helstu vendingar 19. febrúar: Ríkisstjórn leggur fram skattatillögur. Samflotsfélögin fjögur lýsa megnum vonbrigðum. 15. febrúar: Fundur hjá ríkissáttasemjara. Samflotsfélögin fjögur leggja fram gagntilboð sem er hafnað. 13. febrúar: Fundur hjá ríkissáttasemjara. SA gera tilboð. 6. febrúar: Fundur hjá ríkissáttasemjara. Samræðum um vinnutímabreytingar SA hafnað og stefnan tekin á viðræður um laun. 1. febrúar: Fundur hjá ríkissáttasemjara um kröfur Eflingar. Rætt um aukinn jöfnuð sem forsendu kjarasamninga og útvíkkað starf trúnaðarmanna. 30. janúar: Fundur hjá ríkissáttasemjara. SA kynnir hugmyndir sínar um nýtt launakerfi. 28. janúar: Fundur hjá ríkissáttasemjara um liði úr kröfugerð, aðra en launalið. VR og Efling kynntu kröfur sínar og ræddu þær við fulltrúa SA. 24. janúar: Fulltrúar Eflingar í undirhópum SGS um staka samninga og samningakafla, fara yfir stöðu mála. Öllum viðræðum um launamál hefur verið vísað á „stóra borðið“, þar sem helstu ágreiningsefni eru rædd. Formaður Eflingar og Stefán Ólafsson kynna niðurstöður skattanefndar ASÍ. 23. janúar: Fundur hjá ríkissáttasemjara. 22. janúar: Húsnæðishópur forsætisráðherra skilar niðurstöðum. 17. janúar: Stjórn, trúnaðarráð og samninganefnd Eflingar hafna eindregið tillögum SA um breytingar á vinnutíma. 16. janúar: Fundur hjá ríkissáttasemjara, þar sem rætt var um svigrúm og kostnað vegna launahækkana. 9. janúar: Fundur hjá ríkissáttasemjara þar sem stéttarfélögin kynntu sínar kröfur. 8. janúar: Verkalýðsfélag Grindavíkur slæst í för með VR, VLFA og Eflingu og vísar til ríkissáttasemjara. 28. desember: Fyrsti fundur hjá ríkissáttasemjara. Rætt um formsatriði og dagsetningar funda. 20. desember: Efling afturkallar samningsumboð sitt frá SGS. Nánar á: www.samningar2019.is og fjallar um allar helstu ákvarðanir varðandi kjaraviðræður, svo sem vísun viðræðna til ríkis- sáttasemjara og slit viðræðna. Nefndin leggur einnig tillögur um samningsdrög og verkfalls- boðanir fyrir meðlimi til atkvæðagreiðslu. Stéttarfélögin fjögur sem leitt hafa yfirstandandi kjaraviðræður, VR, Efling, VLFA og VLFG, lýsa reiði og sárum vonbrigðum með þær tillögur sem ríkisstjórnin lagði fram á fundi með forseta og varaforsetum ASÍ í dag, 19. febrúar. Viðræður hafa staðið tæpt eftir að SA lögðu fram tilboð í síðustu viku sem leitt hefði til kaupmáttarrýrnunar fyrir stóra hópa launafólks. SA höfnuðu í kjölfarið sanngjörnu gagntilboði samflotsfélaganna. Vonir stóðu til að aðkoma stjórnvalda gæti hleypt glæðum í viðræður. Ljóst er að tillögur stjórnvalda gera þær vonir að engu. Fundað verður í baklandi stéttarfélaganna á næstu sólarhringum og á fimmtudag funda formenn félaganna með SA hjá Ríkissáttasemjara. Samflotsfélögin standa sameinuð og staðföst í kröfunni um að launafólk geti lifað af launum sínum og að stjórnvöld geri löngu tímabærar kerfisbreytingar í réttlætisátt. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar – stéttarfélags Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og 1. varaforseti ASÍ Yfirlýsing vegna útspils ríkisstjórnarinnar 19. febrúar

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==