Fréttablað Eflingar 2. tbl. 2019

14 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Viðtalið Maxim Baru sviðsstjóri félagssviðs Eflingar - segir Maxim Baru, sviðsstjóri félagssviðs Virðing er ekki bundin í kjarasamninga Óhætt er að segja að stofnun félagssviðs Eflingar hafi komið mikilli hreyfingu á verka- lýðsbaráttuna, með nýjum nálgunum og miklum krafti. Eitt af áherslumálum þessa nýja sviðs hefur verið að heimsækja vinnu- staði Eflingarfólks, með það að markmiði að taka stöðuna hjá félagsmönnum, upplýsa þá um þróun í yfirstandandi kjaraviðræðum og heyra hvað brennur á þeim. Vinnustaðaheimsóknirnar eru í takt við viðleitni nýrrar stjórnar, að virkja félaga í baráttunni fyrir bættum kjörum. Virkni og samstaða eru grundvallaratriði til að ná árangri og það er hlutverk stéttarfélagsins að vinna að þessum þáttum. Tímarit Eflingar settist niður með Maxim Baru, sviðsstjóra félagssviðs og forvitnaðist um vinnustaðaheimsóknirnar, áherslurnar í baráttunni og hvernig Max metur stemninguna hjá félögum Eflingar nú þegar kjaraviðræður standa sem hæst. Vinnustaðaheimsóknirnar eru í takti við viðleitni nýrrar stjórnar, að virkja félagsmenn í baráttunni fyrir bættum kjörum Ljósm. Selena Phillips-Boyle

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==