Fréttablað Eflingar 2. tbl. 2019

27 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Viðurkenning Fólkið í Eflingu hlýtur tilnefningu til Íslensku vefverðlaunanna Fólkið í Eflingu, folkid.efling.is , hefur hlot- ið tilnefningu til Íslensku vefverðlaunanna í flokki samfélagsvefja. Á vefsíðunni er að finna tugi stuttra frásagna fólksins í Eflingu sem Alda Lóa Leifsdótt- ir, blaðamaður hefur haft veg og vanda af að safna saman. Sögurnar hafa vakið mikla athygli og eiga sinn þátt í að efla vitund félagsmanna og styðja sókn til bættra kjara og aukins réttlætis í samfélaginu. Íslensku vefverðlaunin eru uppskeruhátíð vefiðnaðarins á Íslandi og haldin á vegum Samtaka vefiðnaðarins. Þau eru haldin með það að markmiði að efla íslenskan vefiðnað, verðlauna bestu vefina og hvetja þá sem starfa á þessum vettvangi til dáða. Samtök vefiðnaðarins (SVEF) eru fagsam- tök þeirra er starfa að vefmálum á Íslandi. Samtökin hafa það að markmiði að miðla þekkingu og efla fagleg vinnubrögð í grein- inni.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==