Fréttablað Eflingar 2. tbl. 2019

30 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Minning Minningarorð um Halldór Guðjón Björnsson, fyrrum formaður Eflingar, Starfsgreinasambandsins og vara- forseti ASÍ er látinn, 90 ára að aldri. Halldór fæddist 16. ágúst 1928 á Stokkseyri. Hann var aðeins um tvítugt þegar hann hóf afskipti af verkalýðsmálum. Árið 1958 var hann kosinn í stjórn Dagsbrúnar. Frá þeim tíma gegndi hann trúnaðarstörfum á vegum verkalýðshreyfingarinnar samfellt til ársins 2004. Hann var kosinn ritari Dagsbrúnar 1968 og varaformaður þrettán árum síðar. Halldór varð formaður Dagsbrúnar árið 1996 og vann meðal annars að sameiningu þess félags og stéttarfélagsins Framsóknar þar sem hann varð einnig formaður í sameinuðu félagi. Hann var fyrsti formaður Eflingar sem varð til við sameiningu stéttarfélaga. Halldór lét af því starfi árið 2000 og tók við formennsku í nýstofnuðu Starfsgreinasambandi sem hann gegndi til ársins 2004. Samhliða þessu gegndi hann margvíslegum öðrum störfum innan hreyfinga launafólks. Starfsfólk og forysta Eflingar senda fjölskyldu og aðstandendum samúðarkveðju. Halldór Björnsson Halldór Björnsson, fyrsti formaður Eflingar, látinn 90 ára að aldri Halldór Björnsson á skrifstofu sinni. 1989, þá varaformaður Dagsbrúnar Árið 2009 varð Halldór Björnsson fyrstur til að hljóta gullmerki Eflingar. Það var Sigurður Bessason, arftaki Halldórs sem formað- ur Eflingar, sem sá um að veita Halldóri þetta æðsta heiðursmerki Eflingar Halldór í ræðustól á stofnfundi SGS árið 2000

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==