Fréttablað Eflingar 3. tbl. 2019

14 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Fólkið í Eflingu Sögur fólksins í Eflingu „Ég var 21 árs þegar ég byrjaði að vinna á lögfræðistofum ásamt námi mínu í lögfræði. Ég byrjaði hjá smærri stofum og vann mig upp og var síðustu árin hjá einni af þessum frægu og stóru stofum í Vilníus. Ég var með Mastersgráðu og vann sem aðstoðarmaður á stofunni þar sem ég gerði meira og minna allt nema kannski að flytja eða verja mál í réttarsal. Ég hafði unnið í fjögur ár á stofunni með 80 þúsund krónur íslenskar á mánuði í laun. Ég vann fram á kvöld og ég sá fram á að þurfa að vinna þannig í nokkur ár ef ég ætlaði mér eitthvað áfram eða upp í þessu fyrirtæki. Á lögfræðistofunni þótti eðlilegt að vinna frá átta til tíu á kvöldin. Þetta var ekki fjöl- skylduvænt og vinnan var einskonar lífsstíll. Eigendur stofunnar kröfðust meira af mér en ég var tilbúinn að leggja þeim í lið og ég hugsaði mér til hreyfings og reyndi meira að segja að sækja um starf hjá Western Union en fékk ekki vinnuna þar, en þá var ég orðinn of menntaður fyrir starfið. Ég var fastur í metorðastiga í fagi sem ég vissi ekki endilega hvort að mig langaði að vinna við. Ég var heima í Vilníus fótbrotinn og hafði sagt starfi mínu lausu á stofunni þegar þessi hugmynd kom upp að fara til Íslands. Ég keypti flugmiða og flaug hingað og fékk vinnu við bílaþrif hjá Löðri. Hér hef ég þrifið bíla í sjö mánuði. Konan mín er líka komin hingað og við erum hamingjusöm með þessa ákvörðun okkar að fara í nýtt land. Ég sé oftast glasið hálffullt á meðan aðrir sjá það kannski hálftómt og ég sé fullt af tæki- færum á Íslandi. Ég lærði lögfræði en það er að renna upp fyrir mér að ég þarf ekki að starfa sem lögfræðingur. Ég gæti unnið hérna í nokkur ár, safnað og með tímanum opnað mitt eigið fyrirtæki og notað lögfræði- kunnáttu mína í kringum reksturinn. Ég hef misst um 10 kíló síðan ég hætti á lögfræðiskrifstofunni en vinnan í bílaþvotta- stöðinni þar sem ég hreyfi mig hentar mér vel. Mamma er stærðfræðikennari og pabbi var slökkviliðsmaður í litlu þorpi, og þar sem ég kem utan að landi þá hef ég aldrei verið hræddur við verkamannavinnu. Bílaþrif eru mér líka kunnug þar sem það hefur alltaf verið mín leið til þess að slaka á að fara út að bóna bílinn minn. Ég er á þreföldu kaupi hérna í bílaþvottinum miðað við vinnuna á stofunni í Vilníus. Við leigjum saman, bróðir minn, ég og konan mín sem er líka komin með vinnu og borgum 200 þúsund krónur í leigu. Við vorum mjög hepp- in, við þurftum ekki að borga neitt fyrir fram, en bróðir minn fékk íbúðina í gegnum bílaum- boðið sem hann vinnur hjá. Hérna er allt dýrt en samt kemst ég betur af og hef meiri möguleika hérna en í Litháen. Kjarabaráttan er ekki sterk í Litháen. Kennar- ar skipta sér í fimm mismunandi stéttarfélög sem veikir stöðuna. Í kjarabaráttunni heima var aðeins eitt félag sem vildi fara í verkfall og fór í verkfall í sex vikur. Hin fjögur sömdu bara við stjórnvöld og þegar formaður verka- lýðsfélags er líka tengdur stjórnvöldum þá vill hann ekki fara gegn stjórnvöldum. Auðvitað skapa peningar frelsi en það er líka frelsi fyrir mig að skipta um umhverfi, væntingarnar sem eru gerðar til manns heima eru heftandi, heima er fólk alltaf að spyrja, af hverju ertu ekki kominn með börn og fjölskyldu og af hverju ertu ekki að vinna á lögfræðistofu? En við þær aðstæður sem ég lifði við í Vilníus er varla hægt að stofna til fjölskyldu.“ Skirmantas Palaima er bílaþvottamaður og félagi í Eflingu. Skirmantas Palaima Hérna er allt dýrt en samt kemst ég betur af og hef meiri möguleika hérna en í Litháen Ljósm. Alda Lóa Leifsdóttir

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==