Fréttablað Eflingar 3. tbl. 2019

18 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Viðhorfskönnun ASÍ könnun Mikill meirihluti hlynntur því að láglaunafólk fái meiri skattalækkun Ríflega 80% Íslendinga eru hlynntir því að launafólk með heildartekjur undir 500 þús. kr. á mánuði fyrir skatt, fái meiri skattalækkun en aðrir. Þetta kemur fram í nýlegri skoðana- könnun sem Gallup gerði fyrir Alþýðusam- band Íslands. Athygli vekur að stuðningur við slíka skattkerfisbreytingu er mikill í öllum aldurs- og tekjuhópum þó vissulega sé hann mestur hjá þeim tekjulægstu. Þessi niðurstaða rímar vel við þær hugmyndir um skattkerfisbreytingar sem ASÍ kynnti í lok janúar og þær tillögur sem Stefán Ólafsson, sérfræðingur hjá Eflingu og Indriði H. Þorláks- son settu fram í skýrslunni, Sanngjörn dreifing skattbyrðar – umbótaáætlun í skattamálum , sem út kom í febrúar og var sérstaklega unnin fyrir Eflingu. Skýrsluna má finna á heimasíðu Eflingar. Markmiðið er að létta byrðum af fólki með lágar- og millitekjur, auka jafnrétti og koma á sanngjarnri skattheimtu. En rannsókn ASÍ sýnir að skattbyrði hinna tekjulægstu hefur hækkað mest á undanförnum árum og dreg- ið hefur úr jöfnunarhlutverki skattkerfisins. Í tillögum ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að sama skattalækkun gangi upp allan tekjustig- ann, þ.e. það skiptir ekki máli hvort einstak- lingurinn sé með 300 þús. kr. eða 2,3 milljónir í mánaðartekjur, allir fengju það sama. Samkvæmt tillögum Stefáns og Indriða geta láglaunafólk og lífeyrisþegar fengið að minnsta kosti um 20 þúsund króna lækkun staðgreiðslu á mánuði. Um 90% framteljenda fengju skatta­ lækkun, lítil breyting yrði á skattbyrði næstu 5 prósentanna, en tekjuhæstu 5 prósentin fengju hækkaða skattbyrði. Sýndar eru margar leiðir til að fjármagna slíkar breytingar, bæði með því að nýta núverandi svigrúm í ríkisfjármálun- um og með brýnum umbótum á skattheimtu og efldu eftirliti með skattaundanskotum og skattvikum. Hvaða meginregla gildir um hvíldartíma? Meginreglan um hvíldartíma á íslenskum vinnumarkaði er sú að starfsmenn skuli fá annars vegar 11 klukkustunda hvíld á sólarhring og hins vegar vikulegan frídag. Vinni starfsmaður sem dæmi á miðvikudegi frá kl. 08:00 til 23:00, skal hann fá 11 stunda hvíld og ekki mæta í vinnu fyrr en kl. 10:00 næsta morgun en halda launum frá kl. 08:00. Ef starfsmaður fengi ekki þessa hvíld og mætti til vinnu kl. 08:00 þó hann hefði unnið til 23:00 daginn áður þá vantar hann 2 stundir í lágmarkshvíld. Það er margfaldað með 1,5 og því fengi þessi starfs- maður 3 stundir í uppsafnaða hvíld og á það að koma fram á næsta launaseðli. Sú hvíld er tekin síðar og hafi menn oft unnið þannig þá geta starfsmenn átt umtalsverðan uppsafnaðan hvíldartíma og margar vikur í frí á launum. Vikulegi frídagurinn er hluti af sömu lögum. Starfsmaður sem vinnur alla vikuna til dæmis mánudag til sunnudags skal eiga frí á mánudegi en fá greidd laun þann dag. Til eru undantekningar á þessari reglu, til dæmis í úthöldum eins og virkjunarsamningum og í vaktavinnu. En undantekningin afsannar ekki regluna. 11 stunda hvíld á sólarhring og að minnsta kosti einn frídagur í viku hverri.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==