Fréttablað Eflingar 3. tbl. 2019

20 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Viðtalið Viðtal við Svan Kristjánsson stjórnmálafræðing - segir Svanur Kristjánsson, stjórnmálafræðingur Jöfnuður er forsenda frelsis Hinn árlegi Dagsbrúnarfyrirlestur Reykja- víkur Akademíunnar, Bókasafns Dagsbrúnar og Eflingar stéttarfélags var haldinn þann 7. mars síðastliðinn. Í fyrirlestrinum fjallaði Svanur Kristjánsson stjórnmálafræðingur um verkalýðshreyfinguna á umbrotartímum undir yfirskriftinni Róttæk og öflug verka- lýðshreyfing eða gönuhlaup nýrrar forystu? Svanur er enginn nýgræðingur þegar kemur að þessu sviði en eftir hann liggja ýmis skrif um málefni vinnumarkaðarins. Fréttablað Eflingar settist niður með Svani eftir fyrir- lesturinn og ræddi við hann um sögulegt samhengi nýjustu vendinga í verkalýðshreyf- ingunni. Baráttan fyrir jafnrétti og baráttan fyrir frelsi ein og sama baráttan „Þetta eru tímamót í íslenskri verkalýðsbaráttu og tímamót á Íslandi því það er verið að tengja saman baráttuna fyrir jafnrétti og baráttuna fyrir frelsi einstaklingsins” segir Svanur og vísar til áherslna nýrrar verkalýðsforystu. Hann bendir á að verið sé að fara aftur til þeirra hugmynda sem tengja þetta tvennt og til hugmyndarinnar um eitt samfélag og samfé- lagssáttmálann. Hægri öflunum er ekki leyft að einoka baráttuna fyrir frelsi einstaklingsins heldur er verið að dýpka merkingu frelsis- baráttunnar. Svanur nefnir kynningarherferð Eflingar í þessu samhengi sem hann fullyrðir að sé ein áhrifaríkasta kynningarherferð sem farið hefur verið í á síðari árum. Helsti áhrifa- máttur hennar sé áherslan sem lögð er á einstaklinginn. Einstaklingar stíga fram og lýsa því hvernig það er að lifa á lægstu laununum. Þetta eru tímamót í íslenskri verkalýðsbaráttu og tímamót á Íslandi því það er verið að tengja saman baráttuna fyrir jafnrétti og baráttuna fyrir frelsi einstaklingsins

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==