Fréttablað Eflingar 3. tbl. 2019

29 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Orlofsmál HRAFNISTA Gleðilegt sumar Veiðileyfi í Norðurá Félagsmönnum stendur aftur til boða að kaupa veiðileyfi á neðsta svæði Norðurár í sumar. Veiðileyfi þar hafa verið í boði sl. sumur og óhætt að segja að þessi möguleiki hafi vakið lukku og eftirtekt og þá sérstak- lega meðal gesta er dvöldu í Svignaskarði. Kanna má með laus leyfi og panta í þjón- ustumiðstöðinni í Svignaskarði frá og með 1. maí nk. Síminn er 893-1767. Þar færðu allar upplýsingar og einnig er hægt að senda fyrirspurnir á svignaskard@simnet.is Veiði hefst 6. júní og veitt er á tvær stangir á dag. Verð fyrir hálfan dag er 5.000 kr. annað hvort frá kl. 07:00–13:00 eða frá 16:00– 22:00, og verð fyrir heilan dag er 9.000 kr. Nánari upplýsingar um veiðisvæðið, veiðistaði, svæðaskiptingar og veiðivörslu munu liggja fyrir þegar veiðileyfi verða afgreidd í þjónustu­ miðstöð. Alltaf má kanna með laus leyfi sem seld eru á staðnum og þarf þá að staðgreiða þau með peningum. – Frábær kostur fyrir alla!

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==