Fréttablað Eflingar 3. tbl. 2019

34 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Dómsmál Mikilvægt er að leita til stéttarfélagsins Nokkrar umræður hafa sprottið í kjölfarið af nýgengnum sýknudómi Alþjóðlegra bifreiða- trygginga á Íslandi sf. gegn Davíð Eiríki Guðjónssyni, félagsmanni Eflingar. Fjallað var lítillega um dóminn í síðasta Eflingar- blaði. Umræðan hefur einkum lotið að því hvernig háttað sé bótaábyrgð starfsmanna sem valda tjóni í störfum sínum. Í þessum greinarstúf tæpir lögmaður Eflingar, Karl Ó. Karlsson, á þeim reglum sem um þetta gilda, auk þess sem hann reifar nánar niðurstöðu og forsendur dómsins. Skaðabótaréttur hér á landi byggir mikið á ólögfestum meginreglum. Þar gefur m.a. að finna sakarregluna eða almennu skaðabóta- regluna sem hefur verið skilgreind á þann veg að „maður ber skaðabótaábyrgð á tjóni, sem hann veldur með saknæmum (þ.e. af ásetningi eða gáleysi) og ólögmætum hætti, enda sé tjónið sennileg afleiðing af hegðun hans og raski hagsmunum, sem verndaðir eru með skaðabótareglum. Það er og skilyrði, að sérstakar huglægar afsökunarástæður eigi ekki við um tjónvald, svo sem æska eða skortur á andlegri heilbrigði.“ 1 Ýmsar reglur skaðabótaréttar hafa ennfremur myndast fyrir dómvenju, en þar á meðal má m.a. nefna regluna um vinnuveitandaábyrgð. Með vinnu- veitandaábyrgð er átt við það að „vinnuveit- andi ber skaðabótaábyrgð á tjóni, sem starfs- maður hans veldur með saknæmum og ólög- mætum hætti í starfi sínu. Í reglunni felst, að ábyrgð fellur á vinnuveitanda, þótt hann eigi sjálfur enga sök á tjóninu“ 2 Af reglum þessum leiðir að starfsmaður sem t.d. veldur utanaðkomandi aðila eða samstarfsmanni sínum tjóni getur borið skaðabótaábyrgð gagnvart þeim sem fyrir tjóninu verður á grundvelli sakarreglunn- ar. Vinnuveitandi starfsmannsins ber einnig ábyrgð vegna reglunnar um vinnuveit- andaábyrgð. Flestir atvinnurekendur kaupa sér ábyrgðartryggingar til þess að verja sig gagnvart hugsanlegum bótakröfum. Tryggingar þessar eru ekki skyldutryggingar lögum samkvæmt, ólíkt því sem gildir t.d. um ábyrgðartryggingar á ökutækjum sem eigendum ökutækja er skylt að kaupa. Starfsmaður á ekki að bera tjónið Í skaðabótalögum nr. 50/1993 gefur að finna nokkur ákvæði sem sett eru til varn- ar starfsmönnum sem verða fyrir því óláni að valda öðrum tjóni við framkvæmd starfa sinna. Ákvæðin gera það að verkum að í raun er afar ólíklegt eða oftast hreinlega útilokað að starfsmaðurinn verði persónulega látinn bera tjónið. Í 1. mgr. 19. gr. skaðabótalaga er m.a. mælt fyrir um það að skaðabótaréttur sé ekki til staðar vegna tjóns sem munatrygging eða rekstrarstöðvunartrygging tekur til, nema tjóni sé valdið af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi. Í 2. mgr. 19. gr. kemur fram að hafi starfsmaður valdið tjóni sem munatrygging, rekstrarstöðvunartrygging eða ábyrgðar- trygging vinnuveitanda hans tekur til er starfsmaðurinn ekki skaðabótaskyldur nema tjónið verði rakið til ásetnings eða stórfellds gáleysis. Vegna þessarar reglu og þar sem slys af völdum starfsmanna verða yfirleitt rakin til þess sem kalla má einfalt gáleysi eða minniháttar gáleysi þá verður starfsmaður- inn ekki látinn bera tjónið sjálfur. Það leiðir hugann að því að ef starfsmaður verður fyrir því óláni að valda öðrum tjóni, t.d. samstarfs- manni, þá á viðkomandi ekki að fara í felur með þá staðreynd, heldur koma heiðarlega fram þar sem óheiðarleiki getur haft áhrif á bótarétt þess sem fyrir tjóninu verður. Reglan sem reifuð er hér að framan í 19. gr. gildir almennt um störf starfsmanna. Til þess að flækja málin aðeins þá gildir þessi regla ekki valdi starfsmaðurinn td. tjóni við störf sem ökumaður ökutækis. Þá þarf að horfa til annarra ákvæða. Undir venjulegum kringum- stæðum bæta lögboðnar ábyrgðartryggingar ökutækja tjónið. Ökumaður, hvort sem hann er starfsmaður eða í öðrum erindagjörðum, verður ekki endurkrafinn um tjónið nema fullnægt sé reglum umferðarlaga um að tjóni hafi verið valdið af ásetningi eða stórkost- legu gáleysi. Flest „hefðbundin“ umferðar- slys verða rakin til einfalds gáleysis, en síður ásetnings eða stórkostlegs gáleysis. Í 23. gr. skaðabótalaga gefur að finna sérreglu um bótaábyrgð starfsmanna, en á þessa reglu reyndi í dómsmáli því sem nefnt var í upphafi með sérstökum hætti. Ákvæðið er svohljóð- andi: „Bætur, sem vinnuveitandi hefur greitt vegna saknæmrar hegðunar starfsmanns, er aðeins unnt að krefja starfsmanninn um að því marki sem telja má sanngjarnt þegar litið er til sakar og stöðu starfsmannsins og atvika að öðru leyti. Skaðabótaábyrgð starfsmanns gagnvart tjón- þola má skerða eða fella niður ef það verð- ur talið sanngjarnt þegar litið er til atvika sem getið er í 1. mgr. og hagsmuna tjónþola. Bætur, sem starfsmaður hefur greitt, getur hann krafið úr hendi vinnuveitanda að því marki sem bótaábyrgð hvílir endanlega á vinnuveitanda eftir 1. mgr. Ákvæði 1. mgr. eiga einnig við um kröfu vinnu- veitanda á hendur starfsmanni vegna tjóns sem starfsmaðurinn veldur vinnuveitanda í starfi sínu.“ Bótaábyrgð starfsmanna Dómurinn gagnrýndi innheimtu- aðferðir ABÍ og taldi að þær hefðu ekki samrýmst þeim meginreglum skaðabótalaga sem horfa yrði til 1. Arnljótur Björnsson, Skaðabótaréttur Rvík 1986 bls. 15. 2. Arnljótur Björnsson, Skaðabótaréttur Rvík 1986, bls. 16-17.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==