Fréttablað Eflingar 3. tbl. 2019

6 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Viðtalið - segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar Baráttan Sólveig Anna Jónsdóttir, kom sem storm- sveipur inn í íslenska verkalýðsbaráttu þegar hún og hennar listi vann yfirburðasigur í kosningum til stjórnar félagsins í apríl í fyrra. Hún fór frá því að starfa á leikskóla borgar- innar yfir í að stýra öðru stærsta stéttarfélagi landsins og standa í hörðum kjaraviðræðum og verkfallsátökum við SA. Nú þegar fyrsta starfsári hennar sem formaður er að ljúka er ekki úr vegi að setjast niður með henni og spyrja hana út í hvernig fyrsta árið hafi verið, um kjaraviðræðurnar og verkfallsá- tökin og eins hvaða breytingar hún vilji sjá í íslensku samfélagi til að verkafólk geti lifað mannsæmandi lífi. Þegar Sólveig Anna tók við formennsku í Eflingu-stéttarfélagi hafði hún starfað á leik- skólanum Nóaborg í að verða tíu ár. Aðspurð um muninn á starfi sínu nú og þá segir hún að það hafi í raun fylgt því ótrúlega mikið frelsi að vinna á leikskóla. „Það er ákveðið frelsi í samskiptum við börn, þetta eru inni- leg og náin samskipti, eins og góð mannleg samskipti eiga að vera. Það þarf að bregð- ast við þörfum lifandi fólks, taka ákvarðanir sem varða stóra hópa og gæta að réttlæti og sanngirni og því að jöfnuður ríki, þrátt fyrir að barnahópurinn sé samansettur af ótrú- lega ólíkum manneskjum. Það þarf að gæta þess að öll börnin fái það sama, gæta þess að þörfum allra sé sinnt.“ Hún segir að í starfi með börnum, eins og í leikskóla, sé markviss þjálfun í þessum hugsunarhætti. „Það er líka ákveðið frelsi í því að eyða hluta af starfstím- anum úti við, það er að mínu mati ómetanlegt sem og að fá að vera í söng, lestri, útiveru, listsköpun og hvíld með fullt af öðrum lifandi manneskjum.“ Hún segir að það hafi verið „litlu hlutirnir“ við starfið, það að aðstoða börnin að leysa úr vandamálum og verkefn- um, vera í góðum félagslegum samskiptum og útkljá deilumál, sem hafi verið svo nærandi. „Þetta er ástæðan fyrir því að ég elskaði vinnuna mína þó ég hataði launin og var reið út í þessa mannfjandsamlegu stefnu sem að borgin rekur, að halda að það væri hægt að komast upp með að sýna ekki starfsfólki þá virðingu sem það á sannarlega skilið og halda snýst á endanum um frelsi Frá sjónarhóli formannsins Það var stórkostlegt að sjá eldmóð og baráttuvilja fólks, þar sem sum hver eru ekki aðeins að berjast fyrir hærri launum og betri efnahagslegri afkomu heldur einnig fyrir lýðræði og að fá að taka þátt í ákvörðunum sem snúa að vinnu þeirra Sólveig Anna Jónsdóttir og Anna Marta Marjankowska, í stjórn Eflingar, í Gamla Bíó á Kvennadeginum 8. mars sl.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==