Fréttablað Eflingar 6. tbl. 2019
15 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Palestínuför verkalýðshreyfingarinnar Það fyrsta sem þú tekur eftir í Jerúsalem eru túristarnir. Pílagrímar nútímans, léttklæddir með myndavélar, að heimsækja höllina þar sem Heródes fyrirskipaði kynslóðarmorðið og Getsemanegarðinn þar sem Júdas kyssti Jesú, að labba með kyrjandi munkum kross beraslóðina. Kaupa boli sem stendur á „Guns n Moses“ og „America don’t worry, Israel is behind you.“ Í gömlu borginni, innan aldagamalla múra, eru fjögur hverfi – múslimar, gyðingar, kristnir og Armenar skiptast þar á að halda helgidagana sína á föstudegi, laugardegi og sunnudegi. Það má alltaf finna opna verslun í einu hverf- inu þegar hinir eru að heiðra sinn guð. Einn daginn er hliðum í borgina lokað. Palest- ínskur unglingur tók upp hníf nálægt ísraelsk- um hermönnum sem eru víða í borginni, vopnaðir hríðskotabyssum. Enginn slasaðist nema „terroristinn“ segja fjölmiðlar, með því orðfæri sem veröldinni er orðið tamt að nota um óhlýðna Araba. Tveir hermenn á hestbaki stilla upp verði við Heródesarhliðið norðan- megin á múrunum. Aldagamlir múrar, þvaga af forvitnu fólki, verðir á hestbaki, vélbyssur. Jerúsalem hefur stækkað langt út fyrir gömlu múrana og er svo gott sem samliggjandi borginni Betlehem, skammt fyrir sunnan. Þar er annar og nýrri múr, átta metrar á hæð, sem hlykkjast gegnum bæinn, til að halda Palestínumönnum frá Ísrael. Aðskilnaðarmúr- inn er grár Ísraelsmegin, en málaður alls kyns listaverkum og skilaboðum Palestínumegin. „Ekki vera steinn í þessum múr.“ Annars stað- ar: „Hefndin fyrir þetta verður hlátur barna okkar.“ Aðskilnaðarmúrinn var reistur upp úr alda- mótum þegar Palestínumenn gerðu uppreisn gegn hernámi Ísraels. Hann var ekki reistur á vopnahléslínunni milli landanna, heldur langt inni á palestínsku landi, „til að innlima eins mikið land og mögulegt er af Vesturbakkan- um“, með orðum ísraelsku friðarsamtakanna Peace Now. Á meðan augu heimsins hvíla á þeim hörmungum sem hernaðarofstæki Ísraelsríkis í Gaza veldur hefur landrán á Vesturbakkanum haldið áfram linnulaust. Athyglinni er haldið á Gaza svo ríkið geti haft frjálsar hendur við landtöku annars staðar, segir starfsmaður heildarsamtaka palestínsks verkafólks. Í nýafstöðum þingkosningum í Ísrael var eitt kosningaloforðið að innlima stór svæði af landi Palestínumanna á Vesturbakk- anum, gera þau hluta af Ísrael. Ég spyr unga konu sem selur listaverk í sýningarrými hjá múrnum hvort hún muni eftir því þegar hann var reistur. „Já, ég var krakki þegar hann kom. Hann var byggður í áföngum, svo við fengum tíma til að aðlag- ast.“ Múrinn er beint fyrir utan húsið, settur upp til að halda henni úti. Eitt ísraelska hverfið á fætur öðru rís innan múrsins á Vesturbakkanum, vígvædd lúxus- hverfi með snyrtilegum íbúðarhúsum, smíðuð af fólki sem segir allt land Palestínu tilheyra Ísrael og vísar í trúarlegan rétt. Ísrael hefur tekið stjórn á vatnsbólum og gefur minni- hluta fólksins sem býr í landránsbyggðun- um meirihluta vatnsins gegnum vatnsveitu. Palestínumenn fá sitt vatn, sótt undan þeirra eigin landi, skammtað, og geyma í kútum á þökunum sínum. Þeir líða vegna niðurskurðar á fjármagni, niðurskurðar á landi, niðurskurðar á vatni og á frelsi. Vikulegar mótmælagöngur víða í Palestínu gegn þessum byggðum eru hraktar aftur af hermönnum með táragasi og leyniskyttum. Ben Ehrenreich, blaðamaður sem dvaldi á Vesturbakkanum, segir leyniskytturnar miða á hné mótmælenda til að hámarka örkuml- un. Stundum leika hermennirnir sér að því að skjóta vatnskútana á palestínskum þökum. Ísrael er lítið land og Palestína jafnvel smærra. Vesturbakkinn er á stærð við Austfirði. Aðskilnaðarmúrinn, sem lokar inni þrjár millj- ónir sálna, kræklast og hlykkjast um hann sjö hundruð kílómetra leið. Aðskilnaður þjóðanna og uppihald hernámsins er ekki bara kostnað- ur fyrir ísraelskt auðmagn. Palestínsku verka- fólki er skammtað inn til Ísrael, og jafnvel í landtökubyggðirnar, þar sem arabískt vinnuafl telst ódýrt og útskiptanlegt. Atvinnuleyfi eru bundin atvinnurekanda og uppsagnarvarnir Palestínsku verkafólki er skammtað inn til Ísrael, og jafnvel í landtökubyggðirnar, þar sem arabískt vinnuafl telst ódýrt og útskiptanlegt Aðskilnaðarmúrinn liggur víða langt inni á palestínsku landi
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==