Fréttablað Eflingar 6. tbl. 2019

16 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Palestínuför verkalýðshreyfingarinnar eru engar. Sala á atvinnuleyfum er arðbær glæpastarfsemi. Það er „bissniss“ í aðskilnaði. Þau sem eru svo heppin að fá atvinnuleyfi þurfa engu að síður að fara gegnum klukku- tímalangar biðraðir og öryggispróf sérhvern morgun til að komast í vinnuna. Þau vakna um miðja nótt og leggja af stað, standa í biðröð klukkutímum saman, vinna langan dag, líða launaþjófnað og misrétti og koma svo heim seint um kvöld. Þau sem slasast eru send beint til baka, hljóta enga læknisaðstoð í Ísrael. Ef vinnuslysið er alvarlegt getur þessi meðferð dregið verkafólkið til dauða. Vinnu- vernd er engin. Ísraelsk stéttarfélög hjálpa ekki Palestínumönnum og palestínsk stéttar- félög hafa engin völd handan múrsins. Sendinefnd Alþýðusambandsins, sem heim- sótti svæðið um mánaðamótin október/ nóvember, spurðist fyrir um hvaða leiðir væru færar til að berjast fyrir auknu frelsi Palestínu- manna. Allir viðmælendur sögðu að berjast þyrfti gegn hernáminu, og samkvæmt þeim er besta aðferðin alþjóðlega sniðgöngu- herferðin BDS. Herferðin miðar að því að þrýsta friðsam- lega á viðskiptaöfl í Ísrael og svipta ríki þeirra alþjóðlegri velvild og viðurkenningu, þar til ofríki og hernámi lýkur. Fyrirmyndin er sniðganga Suður-Afríku á tímum apartheid (aðskilnaðarstefnunnar), þar sem yfirvöld gáfu sig loks og leyfðu sameiningu landsins undir lýðræðislegri stjórn allra – ekki bara ríka, hvíta minnihlutans. Túristarnir sem ferðast um landið helga koma margir frá Bandaríkjunum að vitja heimaslóða testamentsins. Þeir færa með sér aðdáun á framverði siðmenningar gegn barbarisma, hinu hreinlega og ríka yfir- valdi sem tekur land af heimafólkinu og ver sig með dýrustu og bestu vopnum sem bjóð- ast. Ísrael er smátt land, eins og smækkuð mynd af heiminum öllum, þar sem ríkur minni- hluti ræður lögum og lofum yfir auðlindum, þar sem viðskiptaveldi nýta sér fátækt fólk handan girðinga og múra til að halda verði vinnuaflsins niðri. Til að halda umræðunni frá stéttskiptingu er trúarhiti og kynþáttaótti gagnleg afvegaleiðing. Við spurðum forsvarsmenn stéttarfélaga í Palestínu hvort það væri ekki skaði í því fyrir Palestínumenn að ísraelska hagkerfið yrði sniðgengið. Það veitir jú mörgum þeirra atvinnu. Svarið var einfalt. Öll okkar vandamál má rekja til hernámsins, sögðu þau. Ef við vilj- um fá sjálfræði aftur þarf að stoppa hernámið, þótt það verði erfitt. Og í fólki lifir enn von og þrautseigla – enda ekki annað í boði. „Það er ljós við enda gang- anna,“ sagði einn Palestínumaður okkur. „En við vitum ekki hvað göngin eru löng.“ Byggð landræningja við Betlehem Jeríkó og Jórdandalur Allir viðmælendur sögðu að berjast þyrfti gegn hernáminu, og samkvæmt þeim er besta aðferðin alþjóðlega sniðgönguherferðin BDS Sólveig Anna og Benjamín með forsvarsfólki BDS í Nablus Sólveig Anna og fólk úr óháðu palestínsku verkalýðshreyfingunni

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==