Fréttablað Eflingar 6. tbl. 2019
19 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Ný í stjórn Eflingar Ólöf Helga er flugmaður að mennt en starfar sem hlaðmaður hjá Flugfélagi Íslands. Sem hlaðmaður tekur hún á móti töskum, setur þær um borð og tekur frá borði, auk þess að sjá um fraktina. Yfir vetrartímann er það á höndum hlaðmanna að afísa flugvélarnar og draga þær inn og út úr skýlunum. Þó að þessi vinna sé líkam lega erfið finnst Ólöfu hún mjög skemmti leg, bæði vegna þess að hún vinnur með skemmtilegu fólki en einnig vegna þess að það hentar henni mun betur að vinna útivinnu – enda mikilvægt að geta hoppað í pollum í vinnunni! Bein afskipti Ólafar Helgu af verkalýðsbar- áttunni byrjuðu fyrir um ári síðan þegar hún var kosin trúnaðarmaður hjá Flug félagi Íslands. Pabbi Ólafar var mjög virkur í trúnaðarstörfum þegar hún var að alast upp, svo málaflokkinn þekkti hún í gegnum hann. Eftir að hún var sjálf kosin trúnaðar- maður óx áhuginn á verkalýðsmálum jafnt og þétt. Hún fór á trúnaðarmannanám- skeiðin og lærði mikið á þeim og smám saman urðu verkalýðsmálin fyrirferðameiri í samræðum þeirra feðgina. Ólöfu var svo boðin seta í trúnaðarráði og fannst það mjög áhugaverð reynsla. Í kjölfarið sóttist hún eftir því að fara á lista í stjórn Eflingar og í dag er Ólöf ritari í stjórn. Ólöf segir stjórnarstarfið mjög áhugavert. „Ég er að læra. Það eru miklar breytingar í gangi núna. Nýja stjórnin er enn þá að breyta því sem er gamalt þannig að það er margt að gerast. Kannski ekki alveg týpísk stjórnarstörf í gangi núna. En þetta er mjög skemmtilegt og gaman að sjá að maður getur haft áhrif á ýmislegt“. Ólöf vill með setu sinni í stjórn auka vitund fólks um réttindi þeirra á vinnumarkaði og hlutverk stéttarfélaga. Henni er umhugað um að auka fræðslu fyrir ungt fólk sem er að taka sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Ólöf bendir á að fyrsta reynsla margra af vinnu sé Vinnuskólinn: „Eins og nafnið ber með sér á ungt fólk að vera að læra á vinnumarkaðinn í Vinnuskólanum en lærir ekkert um sín réttindi eða skyldur. Þar er ungu fólki ekki kennt neitt nema að það eigi að mæta í vinnuna. Þeim er hvorki kennt að lesa launaseðil né hvað það þýðir að vera í stéttarfélagi. Ég held að þetta sé gallinn. Það eina sem þau læra er að þau eigi að mæta á réttum tíma í vinnuna, sem þau eru nú þegar búin að læra í grunnskól- anum. Að auki læra þau reyndar að það megi ekki kvarta yfir neinu,“ segir Ólöf og kímir. Vinnuskólinn væri kjörinn vettvangur fyrir fræðslu um réttindi og skyldur launa- fólks. En eftir veru í Vinnuskólanum er ungt fólk einskis vísari um hlutverk stéttarfélaga. „Það er alveg eðlilegt að þar sem engin markviss fræðsla er fyrir hendi í þessum efnum, leiti fólk ekki til stéttarfélagsins þegar brotið er á réttindum þess þegar komið er á fullorðinsaldur. Þessu þarf að breyta,“ segir Ólöf. Það er gaman að sjá að maður getur haft áhrif - segir Ólöf Helga Adolfsdóttir, ný í stjórn Eflingar „Þeim er hvorki kennt að lesa launaseðil né hvað það þýðir að vera í stéttarfélagi!“
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==