Fréttablað Eflingar 6. tbl. 2019
34 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Veistu þetta um réttindi í orlofssjóði? • Afsláttarmiðar hjá Icelandair og Úrval-Útsýn Félagsmönnum stendur til boða að kaupa afsláttarmiða bæði hjá Icelandair og Úrval – Útsýn, miðarnir gilda sem inne- ign að upphæð 30.000 kr. við pöntun hjá þeim en kostar 20.000 kr. til félagsmanna þannig að sparnaður er töluverður fyrir þá sem geta nýtt sér þessa miða. Hver félagsmaður getur keypt einn miða af hvorri tegund á ári • Niðurgreidd gisting innanlands Einnig gefst félagsmönnum kostur á að fá niðurgreidda gistingu innanlands, helming reiknings eða að hámarki 7.000 kr. en með því er verið að mæta óskum þeirra félagsmanna sem ekki nýta orlofshúsin en kaupa sér gistingu á ferðalögum innanlands. • Veiðikortið og Útilegukortið Hægt er að kaupa Veiðikortið og Útilegukortið á afslætti en kortin eru hagkvæmur valkostur fyrir félagsmenn sem geta sparað töluvert með þessum kortum. Veiðikortið fyrir árið 2020 kemur í sölu á skrifstofu Eflingar upp úr desember. • Vinsælar dagsferðir félagsins Efling skipuleggur ávallt dagsferðir í lok sumars þar sem allir félagsmenn geta skráð sig. Félagsmenn Eflingar eiga ekki einungis kost á fjölbreyttri orlofs dvöl í húsum og íbúðum Eflingar í gegnum orlofssjóð heldur geta þeir nýtt sér ýmislegt annað sem að frítíma og orlofsmálum snýr. Allt sem þú þarft að vita – Bara til að spara Athugið að eldri félagsmenn geta keypt kortin og afsláttarmiðana í allt að tvö ár eftir að vinnu er hætt og ef fólk á ákveðinn punktafjölda. Eins geta þeir nýtt sér niðurgreiðslu á gistingu innanlands í tvö ár. Þeir geta hins vegar alltaf sótt um orlofshús sem og skráð sig í dagsferðina. Nánari útskýringar og upplýsingar má finna á heimasíðu Eflingar www.efling.is Umgengni og ábyrgð: Mikilvægt er að ganga vel frá og þrífa orlofshúsið við brottför. Ef ekki er þrifið nægilega vel að mati umsjónarmanns þarf að greiða þrifagjald. Leigutaki ber ábyrgð á húsinu og skal þrífa m.a. gólf, eldavél, grill, ofn, ísskáp, skápa, salerni og heita pottinn. Leigutaka er ekki heimilt að framselja leigu rétt sinn og dýrahald er alfarið bannað í orlofshúsum Eflingar. Munið: • Að nauðsynlegt er að taka með lök, sængur- og koddaver, handklæði, viska- stykki, borðtuskur, handsápu og salernis- pappír. • Að kynna sér upplýsingar um afhendingu lykla, komu- og brottfarartíma á leigu- samningi. Mikilvægt er að láta umsjónar- mann vita sem fyrst ef aðbúnaður er ekki í lagi. Símanúmer umsjónarmanns kemur fram á leigusamningi. Umgengni um orlofshús Eflingar Conduct and Responsibility: It is important to take care of the property and clean the summer house before leaving. A fee will be charged if the summer house is not cleaned according to the standards of the supervisor. The renter is responsible for the house and must clean the floors, stove and oven, the grill, refrigerator, cabinets, closets, bathroom and toilets, and hot tub. The renter is not allowed to rent to or for someone else. All pets are forbidden in and around the summer houses of Efling. Remember: • It is important to bring sheets for the mattresses, duvet covers, pillow cases, towels, dish towels, rags, hand soap and toilet paper. • Before you go you need to check the contract and the procedures of arrival and departure time, and receiving the keys. These information are listed on the contract that you received when paying for the summer house. • It is important to contact the supervisor if something is out of order. You can find the phone number of the supervisor on the contract.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==