Fréttablað Eflingar 6. tbl. 2019
4 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Staða samningaviðræðna Staða samningaviðræðna við Reykjavík, ríki og sveitarfélög Frá því að deilunni við Reykjavíkurborg var vísað til ríkissáttasemjara hafa nokkrir formlegir fundir átt sér stað. Örlítið hefur þokast áfram í viðræðum og samtal um kröfugerð Eflingar náðst þó að lending sé ekki í sjónmáli. Auk formlegu fundanna með ríkissáttasemjara hefur verið fundað í undirhópi um starfsumhverfi á vinnu stöðum borgarinnar. Stefnt er að fleiri fundum á næstu vikum. Samband íslenskra sveitarfélaga ákvað einhliða að vísa yfirstandandi kjaradeilu til ríkissáttasemjara þann 28. október sl. Ástæðan sem tilgreind var er ályktun sem samþykkt var í tilefni af kvennafrídeginum á nýstöðnu þingi SGS. Þar var meðal annars fjallað um stöðu ófaglærðra verkakvenna og stöðuna í kjaradeilunni. Ljóst er að þessi málatilbúnaður sveitarfélaganna stuðlar með engu móti að lausn deilunnar. Ekki hefur þótt ástæða til að vísa viðræð- um við ríkið til ríkissáttasemjara þar sem náðst hefur samtal á milli aðila þó gang- ur viðræðna sé hægur. Settur var á stofn undirhópur, þar sem fulltrúi Eflingar á sæti, sem hefur skilað tillögum að breytingum á kjarasamningi vegna vaktavinnu. Ætlunin er að halda þeirri vinnu áfram en samn- ingar þurfa að þokast lengra áður en það er hægt. Kjarasamningar hjá einkareknum hjúkr unarheimilum hafa tekið mið af hvað semst við ríkið og er beðið eftir niðurstöðu þar áður en gengið er til samningaviðræðna við hjúkrunarheimilin. Ekkert á sjóndeildarhringnum bendir til þess að samningar náist fljótt. Flestir starfsmenn hins opinbera hafa feng- ið greidda innágreiðslu á væntanlegan kjarasamning að upphæð 105 þús. kr. hjá Reykjavíkurborg og ríkinu og 125 þús. kr. hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Það er sameiginlegur skilningur aðila að sú fjár- hæð sé hluti fyrirhugaðra launabreytinga á gildistíma hinna endurnýjuðu kjarasamn- inga aðila og verði metinn sem hluti af kostnaðaráhrifum þeirra. Ljósm. Þorfinnur Sigurgeirsson
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==