Fréttablað Eflingar 6. tbl. 2019
5 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Nýr varaformaður SGS Sólveig Anna kjörin varaformaður SGS Sólveig Anna Jónsdóttir var kjörin vara formaður Starfsgreinasambands Íslands 25. október sl., en þá lauk 7. þingi sam bandsins. Að auki var Ragnar Ólason sérfræðingur hjá Eflingu endurkjörinn meðstjórnandi í framkvæmdastjórn. Björn Snæbjörnsson var endurkjörinn formaður SGS til tveggja ára. Á þinginu var samþykkt að stækka fram- kvæmdastjórnina og skipa hana nú sjö meðstjórnendur auk formanns og varafor- manns. Rætt var um kjaramál á þinginu og þá alvar- legu stöðu sem nú er uppi í viðræðum við ríki og sveitarfélög. Er fólk almennt sammála um að óbilgirni og hroki einkenni viðmót viðsemjenda og lítill skilningur sé á stöðu félagsmanna aðildarfélaga SGS. Ragnar Ólason segir það gleðileg tíðindi að Sólveg Anna sé nýr varaformaður SGS. Hann telur þetta styrkja forystu Starfs- greinasambandsins en Efling er langstærsta aðildarfélag þess. Starfsgreinasambandið er sameinað og sterkt enda er samstaða lykil atriði þegar kemur að kjarasamningum. Sólveig Anna Jónsdóttir ásamt nýrri framkvæmdastjórn SGS sem kjörin var á þinginu Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður Eflingar, Ragnar Ólason, Zsófía Sidlovits og Magdalena Kwiatkowska, í stjórn Eflingar Frá vinstri: Zsófia Sidlovits, Inno Fiati Avo, Agnieszka Ewa Ziólkowska, Ólöf Helga Adolfsdóttir, Ruth Adjaho Samúelsson og Magdalena Kwiatkowska
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==