Fréttablað Eflingar 6. tbl. 2019

8 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Vinnustaðaheimsókn – Trúnaðarmaður Eflingar Eins og rokkstjarna í vinnunni Nafn: Ragnheiður Sara Th. Sörensen Vinnustaður: Leikskólinn Grænaborg Starf: Deildarstjóri á Dropadeild og rokkstjarna Hvað er það besta við vinnuna þína? Það besta við vinnuna mína eru allir litlu vinir mínir hérna! Það er svo erfitt að lýsa þessu með orðum, þetta er svo magnað starf. Ég fæ að taka þátt í uppeldi mjög margra barna og það er svo dýrmætt að fá að vera svona mikill partur af lífi svona lítilla einstaklinga. Það er svo geggjað þegar maður er að kenna þeim eitthvað, að verða svo vitni að því þegar þau loksins læra það. Öll þessi ást og væntumþykja sem maður fær í staðinn. Maður er líka svolítið eins og rokkstjarna í vinnunni. Það er alveg sama hvert maður fer hérna í leikskólanum, hvort ég sé í heimsókn á öðrum deildum eða bara að ganga um, þá kalla börnin og hlaupa á eftir mér. Mikil gleði. Maður fær alveg smá egó búst. Hvað er það erfiðasta við vinnuna þína? Það er náttúrulega álagið og manneklan. Það er ekkert erfitt við barnahópinn. Það eru ekki til nein vandamál þar, bara aðstæður sem maður vinn­ ur að því að laga. Þannig að það erfiðasta við vinnuna er tvímælalaust veikindi starfsmanna og mannekla. Af hverju heldurðu að mannekla sé svona algengt vandamál á leikskólunum? Það er erfitt að segja. Ég held að þetta sé einhvers konar vítahringur. Það er álag af því að það vantar starfsfólk. Sífellt aukið álag hefur áhrif á andlega líðan og maður verður kannski móttækilegri fyrir pestum. En ef það væri allt tipp topp, alltaf mannað, þá held ég að það myndi minnka. Meira álag veldur meiri veikindum, sem valda svo enn meira álagi. Hvað finnst þér mikilvægast að nái fram að ganga í komandi kjarasamningum? Það mikilvægasta er auðvitað launin! En svo myndi ég líka vilja sjá vitundarvakningu í samfé­ laginu um mikilvægi starfsins. Ef það er ekki leik­ skóli, þá kemst fólk ekki í vinnuna. Ef fólk kemst ekki í vinnuna þá fúnkerar samfélagið ekki. Leik­ skólinn er fyrsta skólastigið og jafn mikilvægt og önnur skólastig. Það er mikilvægt að við fáum laun í samræmi við ábyrgðina sem við berum og fáum þá virðingu sem við eigum skilið. Sú virðing og sú ábyrgð sem við berum endur­ speglast svo sannarlega ekki í laununum okkar enda er starf ófaglærðra starfsmanna, sem er fólkið sem heldur uppi leikskólun­ um að stærstum hluta, það lægst launaða á íslenskum vinnumarkaði.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==