Fréttablað Eflingar 6. tbl. 2018

10 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Efling-stéttarfélag Frá félagssviði Eflingar Hvað er félag án virkra félaga? Síðustu tugi ára hefur ímynd stéttarfélaga breyst úr því að vera baráttusamtök vinnandi stétta yfir í orlofshúsaleigur . Eða eins og einn félagsmaður Eflingar sagði nýlega: Þetta var bara eitthvað fólk alveg ótengt mér sem fór svo í kröfugöngu á 1. Maí og fékk sér vöfflur með sultu og rjóma! Hvar glataði stéttarfélagið félagsmanninum? Hvað er félag án virkra félaga? Efling hefur stofnað nýtt svið sem kallast félagssvið og er hugsað til að bregðast við þessum vanda. Hlutverk okkar á nýju félags- sviði Eflingar er meðal annars að halda utan um trúnaðarmenn, fræða þá og gefa þeim verkfæri til að leysa úr vanda samstarfsmanna sinna með samtakamáttinn að vopni. Hver einn og einasti vinnustaður á Íslandi sem telur fleiri en fimm manns á lögum samkvæmt að hafa trúnaðarmann en eins og ástatt er núna eru einungis um 10% vinnustaða með virka trúnaðarmenn. Úr því þarf sárlega að bæta. Trúnaðarmenn eru mikilvægir í stéttabaráttunni Á hverjum einasta vinnustað sem við heim- sækjum eru einhver vandamál, allt frá þeim minni eins og að vilja heitan mat í hádeginu eða að salernið sé lagað, yfir í alvarleg brot á kjarasamningum, launastuld og áreitni. Og á mörgum vinnustöðum finnst fólki það vera eitt. Það þorir ekki að biðja um betrumbætur af ótta við að missa starfið. Það segir frekar upp og fer annað en að taka slaginn í eigin aðstæðum. Markmið okkar er að sporna gegn þessu, að hjálpa verkafólki að bæta starfsum- hverfi og kjör sín og það ætlum við að gera með því að valdefla fólkið sjálft. Hlutverk trúnaðarmanns er ekki bara að taka við kvört- unum heldur einnig að sameina samstarfsfólk sitt. Það getur hann gert með því að halda reglulega starfsmannafundi, skapa rými fyrir fólk að tala um það sem betur má fara og samstilla fólk í því að óska eftir betrumbótum á vinnustöðum. Trúnaðarmenn gegna mikilvægu hlut- verki í kjarabaráttunni, þeir eru rödd sinna samstarfsmanna, koma að kröfugerð og standa vörð um sína starfsgrein í samn- inganefndum. Segja má að slagorðið Ekkert um okkur án okkar! eigi vel við um verkalýðs- hreyfinguna og þess vegna er mikilvægt að hver einasti vinnustaður hafi öfluga talsmenn. Við á félagssviði erum hér til að hjálpa ykkur að bæta vinnuumhverfi og kjör ykkar. - Sviðsstjóri félagssviðs er Maxim Baru sem hefur tíu ára reynslu við að virkja félags- menn í stéttarfélögum í Kanada. - Valgerður Árnadóttir félagsfulltrúi hefur víðtæka reynslu af vinnumarkaði og félags- störfum. - Magdalena Samsonowicz félagsfulltrúi er pólsk og hefur búið hér og starfað í tvö ár og er samhliða vinnu í þróunarfræði við HÍ. - Alma Pálmadóttir félags- og kjaramála­ fulltrúi hefur verið virkur félagi Eflingar og trúnaðarmaður í fjölda ára. Samanlagt tala félagsfulltrúar Eflingar ensku, pólsku, þýsku, frönsku, rússnesku, sænsku og dönsku sem er mikilvægt fyrir markmið okkar að efla fólk af erlendum uppruna sem er um helmingur félagsmanna. Við hvetjum fólk sem er á vinnustað án trúnaðarmanns og félaga sem vilja vera trúnaðarmenn sjálfir til að hafa samband við okkur á félagssviði Eflingar felagssvið@efling.is F.v. Alma Pálmadóttir, Maxim Baru, Valgerður Árnadóttir og Magdalena Samsonowicz. Þau starfa á félagssviði Eflingar.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==