Fréttablað Eflingar 6. tbl. 2018

16 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Húsnæðisvandræðin - segja Hallfríður Þórarinsdóttir og Anna Wojtynska um úttekt á húsnæðisaðstæðum pólsks verkafólks Þetta voru árin þegar Dalalíf kom í bíó og Davíð Oddsson var borgarstjóri í Reykjavík. Umbrotatímar á Íslandi, þáttaskil. Fólk vildi ekki lengur þræla alla vikuna í slori og salti, þorpin voru að tæmast og borgin að stækka. Á meðan fiskvinnslurnar þurftu starfsfólk, þá voru flestir þeir ungu komnir suður, þar sem af draumunum er nóg, eins og Bubbi söng árið 1987. Þó var lausn við sjóndeildar- hringinn. Byltingin í Póllandi 1989 leyfði fólki að ferð- ast þaðan greiðar en áður. Nokkrir Pólverjar höfðu komið hingað áratugina á undan, konur sem giftust íslenskum skipasmiðum, stöku tónlistarséní og örmjór upplýsingataumur dró fleiri hingað í fiskinn. Verkstjórar voru himin- lifandi. Þetta fólk er fljótt að læra handtökin og mjög viljugt til vinnu. Það vill helst vinna alla daga vikunnar, sagði einn þeirra í viðtali við DV árið 1991. Þau ættu svo sem erfitt með að finna hús, en launin væru stjarnfræðileg miðað við Pólland, svo þau sættu sig við þröngan kost. Ísland er áhugavert dæmi, segir Anna Wojtynska, sem hefur rannsakað pólska samfélagið hér í áraraðir. Pólverjar komu fyrst í fiskvinnslu á Íslandi, sem var mest úti á landi. Það var svo með fasteignabólunni að fleiri komu á höfuðborgarsvæðið í byggingariðnað- inn. Hlutfall karla fór þá hækkandi í hópnum, en áður hafði meirihlutinn verið konur. Sumir tóku fjölskylduna með sér, því Ísland er langt í burtu og dýrt að fara í heimsóknir. Nú var líka hægt að fá vinnu allan ársins hring. Pólverj- ar voru álitnir iðjusamir, segir Anna, svo þeir voru eftirsóttur starfskraftur. Stakkaskipti urðu árið 2006, þegar landamæri Póllands og Íslands voru opnuð fyrir verka- fólki. Þá var smíði Kárahnjúkavirkjunar og álversins í Reyðarfirði í fullum gangi, en Anna segir að mikilvægi þess verkefnis verði ekki ofmetið í sögu Pólverja á Íslandi. Út af þessu verkefni, einu og sér, fjölgaði Pólverjum mjög á bara einu ári; úr 3.629 árið 2006 í 6.572 árið 2007. Gámar uppi á heiði Kárahnjúkar eru líka mikilvægt stef í sögu verkalýðsbaráttu á Íslandi – svo maður tali ekki um hamfarir. Erlent starfsfólk, ráðið gegnum starfsmannaleigur, vann við vond kjör í lélegum klæðum. Eina nótt, þegar rafmagn skorti, voru tveir til þrír íbúðagámar almennra starfsmanna óupphitaðir í 25 gráðu frosti. Kárahnjúkar voru lexía í áhætt- unni sem fylgir erlendum starfs- mannaleigum, en líka í einangrun verkamanna frá samfélagi og verkalýðsfélögum Mörg dæmi um að fólki sé neitað um húsnæði vegna þjóðernis Alls voru tilkynnt 1.700 vinnuslys við fram- kvæmdirnar þar, fimm starfsmenn létust og á annað hundrað voru enn óvinnufærir árið 2010. Erfitt reyndist að koma á úrbótum. Impregilo er alþjóðlegt fyrirtæki sem kann að leika á kerfið, sagði framkvæmdastjóri Samiðnar árið 2005, en Impregilo sá um smíði stíflunnar. Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands tók í sama streng. Þeir mátu stöðuna þannig að stjórnvöld hefðu ekki tæki til að styðja við bakið á okkur og nýttu sér það. Kárahnjúkar voru lexía í áhættunni sem fylgir erlendum starfsmannaleigum, en líka í einangrun verkamanna frá samfélagi og verkalýðsfélögum. Hrafndís Bára Einars- dóttir, sem starfaði um hríð hjá öryggisdeild Impregilo, útskýrði í samtali við Morgunblaðið árið 2007 hvernig einangrunin virkaði: Þeim sem væru með vesen væri hótað að þeir yrðu sendir heim. Kínversk starfskona hefði til dæmis verið send heim þegar hún varðist kynferðislegu áreiti yfirmanns. Þannig væri komið í veg fyrir að verkamenn gætu leitað réttar síns. Tök starfsmannaleiga á vinnuaflinu sem þær miðla eru sterk. Fólk er upp á atvinnurek- andann komið, segir Hallfríður Þórarinsdótt- ir, forstöðumaður MIRRA – rannsóknar- og fræðslumiðstöðvar, sem sérhæfir sig í innflytj- endarannsóknum. Það leyfir þetta sem er að gerast, sem við erum að frétta meira nú, að Erlent vinnuafl var fengið til að reisa Kárahnjúkastíflu í gegnum starfsmannaleigur og var látið vinna við afar erfiðar aðstæður og lélegan aðbúnað Ljósm. Þorfinnur Sigurgeirsson

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==