Fréttablað Eflingar 6. tbl. 2018

24 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Viðtalið Vinnurðu stundum með gula uppþvottahanska? Kolbrún Valvesdóttir var kjörin í stjórn Eflingar síðastliðið vor. Hún segist vanari því að vera í bakvarðarsveitinni en í forystu, en hafi látið til leiðast að gefa kost á sér til stjórnarsetu. Kolbrún er lærður garðyrkju- fræðingur, hefur búið og starfað í flestum landshlutum og jafnframt í útlöndum. Eftir alvarleg slys eru garðyrkjustörfin of erfið líkamlega og núna vinnur hún í öldrunar- þjónustu hjá Reykjavíkurborg. Kolbrún er fædd á Árskógssandi í Eyjafirði og kemur úr hópi fimm systkina. Hún fór snemma að heiman. Árskógssandur er lítið sjávarþorp og strákarnir fóru á sjóinn, en stelpurnar höfðu lítið að gera, segir Kolbrún. Leiðin lá í gagn- fræðaskóla vestur á Reykjum og síðan beint að vinna. Á sumrin vann hún inni á Akureyri, en eftir skólann vann Kolbrún á Seyðisfirði í dálítinn tíma. Svo fór ég suður, fyrst að vinna á Kópavogshæli, eitt ár í Noregi, síðan á Kleppi og eftir það fór ég að vinna á unglingaheim- ilinu og svo eitt ár í banka. Árið 1986 hóf Kolbrún nám í garðyrkju í Danmörku og var þar í fjögur ár. Hún hafði lengi haft áhuga á garðyrkjunni. Ég fór til Danmerkur af því að maður sem ég bjó með á þessum tíma var á leiðinni þangað. Þetta voru góð fjögur ár. Skólinn er öðruvísi byggður upp þarna en hér. Maður fer í skóla, síðan í verklega þjálfun, svo aftur í skólann og svo aftur í verknám og að lokum aftur í skólann. Við heimkomuna fór Kolbrún að vinna við garðyrkjuskólann í Hveragerði og var þar í nokkur ár og svo hjá garðyrkjustöð þar í bænum. Síðan réði ég mig sem garðyrkju- stjóra í Snæfellsbæ, segir Kolbrún. Þar var ég í u.þ.b. tvö ár. Það var mjög gaman. Þar fór ég að gera alls konar hluti sem maður tengir ekki endilega við skrúðgarðyrkju. Ég fékk leyfi til að vera með skólagarða, bæði í Ólafsvík og á Hellissandi og síðan var ég með smíðavelli á báðum stöðum. Kolbrún segir að fjárveitingar til þessara verkefna hafi verið af skornum skammti, hún hafi ekki fengið að kaupa forræktaðar plöntur eins og víðast sé gert, heldur einungis fræ. Uppskeran hafi því ekki verið góð. Hún hafi ekki heldur fengið að kaupa mikið af timbri á smíðavellina. Þetta gekk með því að tína sprek meðfram vegkönt- um, í fjörunni og víðar en þetta var gaman, segir Kolbrún. Í janúar 1997 fór hún frá Ólafsvík og fluttist til Reykjavíkur. Fyrsta árið var hún húsvörður í hússtjórnarskólanum og fékk þar íbúð, en starfið var launalaust. Innbrot um nótt Ég var búin að vera þarna í nokkrar vikur þegar ég vakna upp eina nóttina við brot- hljóð. Ég sneri mér á hitt eyrað, en þá heyri ég annað brothljóð. Frammi á ganginum mætti ég manni. Ég gleymi því aldrei, að hann var með gula uppþvottahanska. Það var verið að vinna við húsið og fyrsta hugsun hjá mér var að maðurinn væri í vinnunni – um miðja nótt, með gula uppþvottahanska. Svo áttaði ég mig og tengdi við brothljóðin. Ég varð skíthrædd, hljóp inn til mín og hringdi á - Rætt við Kolbrúnu Valvesdóttur, stjórnarmann í Eflingu Ég fékk hálfgert áfall og hef látið þetta eiga sig síðan Ný í stjórn Eflingar Ljósm. Þorfinnur Sigurgeirsson

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==