Fréttablað Eflingar 6. tbl. 2018

26 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Orlofsmál Ánægðir ferðalangar í dagsferðum Eflingar Eins og undanfarin ár var félögum í Eflingu boðið upp á tvær dagsferðir nú í lok sumars. Að þessu sinni var farið í Þórsmörk og nýttu margir sér þetta tækifæri til að komast þangað á vel útbúnum fjallarútum. Í fyrri ferðinni var veðrið eins og best verð- ur á kosið, en í þeirri síðari var það þung- búnara, vætusamt en milt. Hópurinn var í góðum höndum þaulreyndra fararstjóra og bílstjóra. Fararstjórar voru þær Anna Soff- ía Óskarsdóttir og Ingibjörg Ásgeirsdóttir sem eru félagsmönnum að góðu kunnar, og bílstjórarnir voru þeir Gregory Lubocki, Haraldur Kjartansson og Vitold Jankowski, allir frábærir fjallabílstjórar sem gjörþekkja straumþungar jökulárnar. Miklar breytingar á landslagi Lagt var af stað frá Guðrúnartúni snemma morguns og ekið sem leið lá á Hvolsvöll, þar sem var áð stuttlega. Á leiðinni í Þórsmörk eru margar náttúruperlur sem gaman er að skoða og fyrsti viðkomustaðurinn var Naut- húsagil. Það er skemmtileg upplifun að ganga inn eftir gilinu, þar sem á leiðinni er mikill og fallegur trjágróður meðfram gilbörmunum og svo foss í enda gilsins og hylur undir honum. Einnig var hægt að ganga upp með gilinu og virða fyrir sér fallegt útsýnið yfir gljúfrið og sveitina. Næsti viðkomustaður var Gígjökull, sem er skriðjökull úr Eyjafjallajökli og hefur hopað ört á undanförnum árum. Eftir gosið úr Eyjafjallajökli fylltist lónið undir jöklinum af aur og jarðefnum og er merkilegt að skoða hinar miklu breytingar sem hafa orðið á lands- laginu þar síðustu ár. Nú er hægt að keyra ofan á jarðvegi þar sem áður var talsvert stórt lón og stendur um 50 metrum hærra en lónið sem var þarna fyrir gosið. Eftir gott hádegisstopp í Básum var ekið að Stakkholtsgjá sem er ein fallegasta gjá lands- ins. Þeir sem treystu sér til gengu alveg inn gilið. Stakkholtsgjá er hátt í tveggja km löng og rís hæst í um 100 metra hæð og er gangan fram og til baka drjúgur spotti. Gönguleiðin er alveg dásamlega falleg, háir hamraveggirnir eru þaktir gróðri, fagurgrænir og tilkomumikl- ir. Til að komast inn í botn gilsins þarf að vaða á, og þar blasir við fallegur foss. Síðdegis var haldið inn í Húsadal, þar sem farið var í stuttar skoðunarferðir í Sönghelli og Sóttarhelli. Ferðinni lauk með léttum kvöldverði í Húsadal áður en haldið var heim á leið eftir vel heppnað ferðalag. Dagsferðir Eflingar í Þórsmörk 25. ágúst og 1. september voru mjög vel sóttar

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==