Fréttablað Eflingar 6. tbl. 2018

28 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Orlofsmál Vetrarleigan vinsæl Vikuverð Helgarverð 4 íbúðir 25.000,- 15.500,- Íbúðir á Akureyri Vikuverð Helgarverð 10 hús 27.000,- 18.500,- Svignaskarð í Borgarfirði / Stærra hús / Heitur pottur Vikuverð Helgarverð 6 hús 25.000,- 15.500,- Svignaskarð í Borgarfirði / Heitur pottur Vikuverð Helgarverð 1 hús 31.000,- 23.000,- Skarð í Borgarfirði / Heitur pottur Vikuverð Helgarverð 2 hús 20.000,- 12.500,- Kirkjubæjarklaustur Vikuverð Helgarverð 3 hús 27.000,- 18.500,- Raðhús á Akureyri Margir kjósa að skjótast út úr bænum um helgar og slaka á í notalegu umhverfi. Aðsóknin í orlofshúsin er mikil allan ársins hring. Helgarleiga yfir vetr- artímann nýtur sífellt meiri vinsælda og komast nú færri að en vilja. Það er venjulega fullbókað um helgar u.þ.b. mánuð fram í tímann og því er nauðsynlegt að bóka tímanlega til að fá bústað á þeim tíma sem hentar. Vetrartímabilið hófst 31. ágúst 2018 og stendur til 30. maí 2019. Þá er hægt að bóka bæði helgar- og vikuleigu. Vikuleiga er þó aðeins í boði yfir hátíðir, þ.e. jól og áramót, og svo páska. Jóla- og áramótavikurnar í ár eru annars vegar 21.12 - 28.12.2018 og 28.12.2018 - 04.01.2019. Það er nánast fullbókað yfir jól og áramót, en ennþá laust á Akureyri. Í helgarleigu eru innifaldir þrír sólarhringar, annað hvort frá fimmtu- degi til sunnudags eða föstudegi til mánudags. Ekki eru dregnir frá punktar vegna vetrarleigu, að undanskildum páskum. Punktar dragast aðeins frá þegar leigt er á sumrin og yfir páska. Yfir vetrartímabilið er opið fyrir bókanir fjóra mánuði fram í tímann en fyrsta virka dag í mánuði bætist við nýr mánuður og opnar þá bókunar- vefurinn kl. 8:15. Athugið að páskar eru undanskildir þar sem sækja þarf sérstaklega um páskaleigu og hefst umsóknartímabilið í byrjun febrúar. Úthlutað verður í samræmi við punktafjölda umsækjanda. Hvernig skal bóka hús? Á veturna er bókað beint á bókunarvefnum eða á skrifstofu og má hver félagsmaður bóka einu sinni fyrir áramót og einu sinni eftir áramót. Hægt er að skrá sig inn á bókunarvefinn sem er á heimasíðunni, www. efling.is -orlofsvefur-bokunarvefur , með rafrænum skilríkjum eða lykil- orði og bóka þar beint. Einnig er hægt að bóka símleiðis á skrifstofu félagsins í síma 510 7500 , eða senda fyrirspurnir á orlof@efling.is. Munið að bóka tímanlega Eftirtalin orlofshús og íbúðir eru í boði yfir vetrartímann. Nánari upplýsingar um húsin má sjá á heimasíðu Eflingar, www.efling.is/sumarhus

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==