Fréttablað Eflingar 6. tbl. 2018

32 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Viðtalið Ef maður gerir ekkert þá gerist ekkert! Aðalgeir Björnsson var kjörinn í stjórn Eflingar síðastliðið vor. Hann fæddist á Akranesi, en er alinn upp hjá afa sínum og ömmu á Galtalæk í gamla Skilmanna- hreppnum, sem nú tilheyrir Hvalfjarðar- sveit. Aðalgeir er 42 ára, fæddur árið 1976. Hann kveðst hafa góða tilfinningu fyrir þeim breytingum sem séu að verða á verkalýðs- hreyfingunni og telur að hún sé í betri stöðu núna til að sækja fram, en undanfarin ár. Fólkið í Eflingu sé tilbúið í átök, þurfi þess til að ná fram nauðsynlegum leiðréttingum á kjörum félagsmanna. Hann gekk í barnaskóla í sveitinni, Heiðarskóla í Leirársveit. Það var alltaf gott að vera hjá afa og ömmu á Galtalæk, segir Aðalgeir. Þar var ég alla mína skólagöngu, utan eitt ár, þegar ég var í Reykjavík. Hann flutti með móður sinni til Reykjavíkur og fór þetta eina ár í Austurbæjarskólann, en líkaði ekki þar og fór aftur í sveitina, til afa og ömmu. Eftir grunn- skólann fór Aðalgeir að vinna og fór síðan í framhaldsskólann í Reykholti í Borgarfirði, þar sem hann bjó á heimavist. Það var ágætt að vera þar á heimavistinni, því ég er sveitamað- ur í hjartanu, segir Aðalgeir og kímir. Fluttist til Reykjavíkur Þegar Aðalgeir var 19 ára, drógu vinna og félagslífið hann til Reykjavíkur. Þar hef ég verið síðan, með nokkrum undantekningum. Ég fór eina vertíð austur á Hornafjörð og svo hef ég tvisvar farið til útlanda að vinna. Hann vann á lífrænu kúabúi í Þýskalandi árið 1998, í um sjö til átta mánuði. Þá vildi ég komast heim. Ég var álíka lengi í Danmörku árið 2002 og keyrði vörubíl. Eftir Danmerkurdvölina fór Aðalgeir að vinna í verksmiðjum í nágrenni Reykjavíkur. Hann vann um tíma hjá Norðuráli á Grundartanga og bjó þá á Galtalæk, nánast í göngufæri. Síðan flutti hann til Reykjavíkur og hóf störf hjá Eimskip í Sundahöfn og hefur verið þar síðan, í næstum tólf ár. Þar vinnur hann á gámalyfturum og krönum og í öðru því sem til fellur á vinnustaðnum. Mér finnst gott að vinna þarna, væri ekki að því ef mér líkaði það ekki, segir Aðalgeir. Það stendur allt eins og stafur á bók hjá atvinnurekandanum. Þegar Aðalgeir er spurður um hvað hafi valdið því að hann hóf að skipta sér af - segir Aðalgeir Björnsson, stjórnarmaður í Eflingu Það verði að gera gagngerar breytingar á skattkerfinu og húsnæðismálin verði ekki leyst án aðkomu ríkisins Nýr í stjórn Eflingar Ljósm. Þorfinnur Sigurgeirsson

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==