Fréttablað Eflingar 6. tbl. 2018

34 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Húsnæðismálin Fólk hefur alveg gleymt sólinni Þann 29. september síðastliðinn flutti Pétur Ármansson arkitekt erindi á vegum Eflingar í Gerðubergi og útskýrði hvernig vandi okkar í dag er í grunninn ekki frábrugðinn vanda fyrri tíma. Við höfum margra áratuga sögu af að takast á við húsnæðisvanda fyrir lægstu tekjuhópana, segir hann. Sú saga hefur ekki fengið nægilega athygli á undan- förnum misserum. Verkalýðshreyfingin sé í sterkri stöðu til að ná fram umbótum, sé stuðst við fordæmi sem reyndust vel. Gárungar hafa stundum sagt að ef eitthvað tekst verulega vel í húsagerð hér á landi, þá er næsta víst að lausnin verði aldrei endurtekin. Það sé hægur vandi að bæta úr því. Frá iðnbyltingu hefur fólk flust unnvörpum í borgir og margar leiðir verið farnar til að koma þaki yfir það — af misjafnri hugulsemi. Það var títt að fólk byggi í heilsuspillandi og lélegu húsnæði, segir Pétur, stundum í brögg- um og stundum í lekum og hrörlegum hreys- um, til dæmis í Höfðaborg. Með stórátökum verkalýðsfélaga og löggjafans var bætt úr þessu ástandi. Árið 1929 voru sett lög um verkamannabústaði og aðferð var þróuð sem átti eftir að reynast vel: byggingarfélag í þágu verkafólks fékk auðar lóðir og vönduð grunn- teikning var gerð sem var útfærð á hverjum stað fyrir sig. Það kostar ekkert meira að skipuleggja vel en illa, segir Pétur. Verkamannabústaðirnir við Hringbraut og húsin í Rauðarárholti eru gömul hús, en þau halda gildi sínu, því grunn- gæðin liggja svo mikið í skipulaginu. Til þess að smíði húsanna væri sem hag­ kvæmust var iðulega smíðað á óbyggðu landi án þess að grafa fyrir kjöllurum. Félagslegu íbúðirnar í Borgarholtshverfi í Grafarvogi segir Pétur vera gott dæmi. Það liggur næst okkur í tíma, og eru að ég held nærtækasta dæmið til að vinna út frá. Í staðinn fyrir að gera dýran bílakjallara var byggt beint á jörðina. Það voru höfð opin svæði kringum byggingarn- ar og gönguleiðir á milli þeirra sem skapar barnvænt umhverfi. Húsin voru ekki höfð átta eða tíu hæða há, sem hefði varpað löng- um skuggum. Á Íslandi er sólin lágt á lofti á veturna. Fólk í dag hefur alveg gleymt sólinni í byggingu íbúðarhúsnæðis. - viðtal við Pétur Ármannsson, arkitekt, um sögu félagslegs húsnæðis í Reykjavík Sagan endurtekur sig ekki, en hún rímar Pétur Ármannsson hélt fyrirlestur í Gerðubergi um húsnæðisvandann Verkamannabústaðirnir við Hringbraut Ljósm. Þorfinnur Sigurgeirsson

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==