Fréttablað Eflingar 6. tbl. 2018

39 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Gerðubergsfundir Hrafnista sendir Eflingarfélögum hátíðarkveðjur með ósk um farsæld á komandi ári. Um leið þökkum við starfsfólki okkar úr röðum Eflingar fyrir frábært samstarf á árinu og hlökkum til samstarfsins á nýja árinu. Hrafnista Reykjavík I Hafnarfjörður I Kópavogur I Garðabær I Nesvellir I Hlévangur Gleðileg jól Laugardagsfundir Eflingar í Gerðubergi Vel heppnaðir Gerðubergsfundir Eflingar Í vetur hefur Efling staðið fyrir laugardagsfundum í Gerðubergi í Breiðholti. Á fundunum hefur verið fjallað um fjölmörg mál sem snerta launafólk og Eflingarfélaga sérstaklega. Á fundina hafa oft verið fengnir gestir til að flytja erindi og síðan hefur fundargest- um gefist tækifæri til að spyrja þá nánar út í efni framsögunnar. Meðal viðfangsefna hafa verið kjör láglaunakvenna, en Harpa Njáls, félagsfræðingur hafði framsögu um þau. Frambjóðendur til forseta ASÍ sátu fyrir svörum hjá Þórði Snæ Júlíussyni á einum fundi og á öðrum var rætt um verkalýðsbaráttu verktaka í tengihagkerfinu og vísað til reynslu bílstjóra hjá Uber í Bretlandi. Á einum Gerðubergs- fundanna var fjallað um brotastarfsemi á vinnumarkaði og á öðrum um kröfugerð félaganna í Starfsgreinasambandinu. Gerð var grein fyrir niðurstöðum árlegrar kjara- og viðhorfskönnunar nýlega og í október fjallaði Pétur Ármannsson arkitekt um sögu félagslega húsnæðiskerfisins. Í blaðinu er viðtal við Pétur. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um þau málefni sem fjallað hefur verið um á þessum fróðlegu fundum. Þórður Snær Júlíusson stýrði fundinum þar sem frambjóðendur til forseta ASÍ þau Drífa Snædal og Sverrir Mar Albertsson fóru yfir helstu stefnumál sín. Alda Lóa Leifsdóttir höfundur að verkefninu Fólkið í Eflingu og Sólveig Anna Jónsdóttir formað- ur Eflingar eru hér með hópi baráttuglaðra Eflingarkvenna að loknum fundinum þar sem verk- efnið var kynnt.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==