Fréttablað Eflingar 6. tbl. 2018

4 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Kjaramál Vinnan við kjarasamninga og helstu kröfur Kjarasamningar Eflingar við SA renna út núna um áramótin eins og langflestir kjarasamningar á almennum vinnumark- aði. Öll aðildarfélög Starfsgreinasam- bandsins leggja fram sameiginlegar kröfur að þessu sinni, en það er nýlunda. Kröf- ur Eflingar voru mótaðar á fundum, með viðhorfskönnunum og margvíslegu samráði við grasrótina í félaginu. Mikill samhljómur var í kröfum félaganna í SGS, svo að eftir samræmingu þeirra, veittu öll aðildarfé- lög SGS sambandinu samningsumboð og samþykktu kröfugerðina 10. október sl. Samkvæmt viðræðuáætlun milli SGS og Samtaka atvinnulífsins frá 19. október er stefnt að því að aðilar nái að endurnýja kjara- samning fyrir 1. janúar 2019. Ennfremur er gert ráð fyrir því að staðan verði endurmetin þann 10. desember, til að ákveða hvort viðræðum verði haldið áfram á grundvelli framlengdrar viðræðuáætlunar eða hvort málinu verði vísað til ríkissáttasemjara. Kröfugerð Starfsgreinasambandsins, sem Efling er aðili að, er í tveimur hlutum. Annars vegar er um að ræða kröfur gagnvart Samtökum atvinnulífsins og hins vegar gagn- vart stjórnvöldum. Kröfugerð gagnvart SA Forsendur þess að kjarasamningar verði undirritaðir er að launafólk geti framfleytt sér á dagvinnulaunum og þau mæti opinberum framfærsluviðmiðum. Hækkanir lægstu launa skulu vera í forgangi. Nýr kjarasamningur skal gilda frá því síðasti samningur rann út, eða frá 1. janúar 2019 og skal vera afturvirkur dragist að ná samningum. Stefnt skal að því að semja til þriggja ára en þó með skýrum og mælan- legum forsenduákvæðum, meðal annars jöfnunarstuðli þannig að þær launahækkanir sem samið er um fyrir lág- og millitekjuhópa umbreytist ekki sjálfkrafa í ofurlaunahækkanir til þeirra hæst launuðu. Samið skal um krónu- töluhækkanir sem almennar hækkanir. Tekju- trygging skal afnumin og lægstu taxtar skulu vera lægstu grunnlaun. Kjarasamningarnir framundan

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==