Fréttablað Eflingar 6. tbl. 2018

6 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S ASÍ Nýr forseti ASÍ - segir Drífa Snædal, nýkjörinn forseti ASÍ Stéttabarátta er kvenfrelsisbarátta Drífa Snædal er nýr forseti Alþýðusam- bands Íslands, en hún hlaut góða kosningu í embættið á þingi sambandsins í lok október. Drífa var áður framkvæmdastjóri Starfs- greinasambands Íslands, en þangað var hún ráðin haustið 2012, þegar hún kom frá námi í Svíþjóð. Drífa er fædd í Reykjavík, bjó á Hellu frá fjögurra til sex ára aldurs, þegar hún fluttist til Svíþjóðar með foreldrum sínum, en þar bjó hún til ellefu ára aldurs. Síðan hefur Drífa búið í Reykjavík, lengst af í Hlíðahverfinu og Vestur- bænum. Hún lauk námi í tækniteiknun frá Iðnskól- anum í Reykjavík og síðan námi í viðskipta- fræði frá Háskóla Íslands árið 2003. Þar lagði hún megináherslu á vinnumarkaðsfræði og lokaritgerðin var um kjarasamninga, svo að verkalýðsmál hafa verið henni hugleikin lengi. Eftir það hóf hún störf hjá Kvennaathvarfinu, þar sem hún starfaði um þriggja ára skeið og varð síðan framkvæmdastýra Vinstri grænna í fjögur ár. Þaðan lá leiðin til Lundar í nám í vinnumarkaðsfræði, með áherslu á vinnurétt. Að loknu námi tók hún strax við starfinu hjá Starfsgreinasambandinu. Drífa á eina dóttur, sem er að verða tvítug og er um þessar mundir í námi í Danmörku. Alltaf leitað í verkalýðsmálin Hugur minn hefur alltaf leitað í verkalýðsmálin, hvað sem ég hef verið að fást við. Þegar ég var í Iðnskólanum var ég formaður Iðnnemasam- bands Íslands. Þegar ég tók síðan meistara- prófið í vinnumarkaðsfræði, þá var ég í rauninni að mennta mig til þess að starfa í verkalýðs- hreyfingunni. Það var því ekkert órökrétt að sækjast eftir embætti forseta ASÍ. Ég held að mitt nafn hafi strax orðið áberandi í umræðunni vegna þess að ég var í ágætum samskiptum við þá sem voru hérna fyrir og líka þá sem voru að koma nýir inn. Ég held að ég hafi notið trausts frá öllum hliðum og mörgum þótti skynsamlegt að einhver slíkur tæki þetta að sér, segir hún. Drífa telur að verkalýðshreyfingin standi að mörgu leyti á tímamótum, hún sé í endurnýjunarferli. Það sem nú sé að gerast, sé að mörgu leyti sam­ bærilegt við það sem hafi gerst í stjórnmálun- um fyrir tíu til fimmtán árum. Fram kom krafa um aukið lýðræði, segir Drífa, meira grasrótarstarf og ákveðna uppstokkun. Í stjórnmálunum hafi það birst þannig að margir flokkar hafi orðið til, en í verkalýðshreyfingunni birtist það í meira framboði af einstaklingum. Afleiðingin er sú, segir Drífa, að það er ekki hægt að ganga að því sem vísu að fólk sitji þangað til það er tilbúið til að hætta. Á næstu tíu til tuttugu árum mun heil kynslóð forystu- fólks hverfa af sviðinu, fólk sem hefur verið hrygglengjan í hreyfingunni mjög lengi. Pólitísk barátta Aðspurð hvort hún sé pólitísk, segir hún svo vera og hlær. Ég hef alltaf verið mjög pólitísk. Ég er vinstri manneskja og hef yfirleitt skipað mér í sveit með þeim sem eru lengst til vinstri. Síðan kemur það í bylgjum hvort hjartað slær meira fyrir félagslegum jöfnuði, stéttabaráttu eða kvenréttindabaráttu. Núna er það í stétta- baráttunni þótt sú barátta og róttæk kven- frelsisbarátta eigi mikla samleið. Þetta á góða samleið en kvenfrelsisbaráttan má ekki þróast í þá átt að konur eigi að verða eins og karlar og taka upp slæma siði hins hefðbundna kerfis. Við eigum til dæmis að stefna að því að karl- ar vinni minna en ekki konur meira. Við eigum að vinda ofan af græðgi en jafnrétti á ekki að felast í því að konur fari að fá sömu ofurlaun og En það er líka alveg klárt af okkar hálfu að við ræðum ekki skattkerfið nema ræða fjár- magnstekjuskattinn líka

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==