Fréttablað Eflingar 6. tbl. 2018

8 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S ASÍ Þing ASÍ ASÍ kemur sterkt til leiks að loknu þingi Miklar breytingar urðu á forystusveit Alþýð- usambands Íslands á 43. þingi þess sem haldið var í lok október. Nýr forseti var kjör- inn og sömuleiðis eru báðir varaforsetar sambandsins nýir í þeim embættum. Þá varð einnig mjög mikil endurnýjun í miðstjórn ASÍ. Fyrir þingið hafði talsverð vinna verið lögð í málefnastarf, sem síðan var lagt fyrir þingið til frekari úrvinnslu og ákvörðunar. Þannig hafði til dæmis verið farin hringferð um landið í maí og haldnir tíu vinnufundir um málefni og aðrir tíu í september. Afraksturinn var síðan lagður fyrir þingið. Stóru málin Þingið samþykkti ítarlegar ályktanir í nokkrum lykilmálum. Í ályktun um tekjuskiptingu og jöfn- uð kemur fram að misskipting auðs og tekna fari vaxandi á Íslandi. Vaxandi ójöfnuður dragi úr félagslegum hreyfanleika, efnahagslegum og pólitískum stöðugleika og hafi neikvæð áhrif á hagvöxt og lífskjör. Bent er á, að skattbyrði launafólks hafi aukist á undanförnum áratug- um, einkum hjá hinum tekjulægstu. Á sama tíma hafi skattar á hina ríku verið lækkaðir. Þá er fjallað um mikilvægi náms í ljósi yfirvofandi tæknibreytinga, nauðsyn stórátaks í húsnæðis- málum, baráttuna gegn brotum á vinnumark- aði, félagslegum undirboðum og kynbundnum launamun. Í ályktun um jafnvægi atvinnuþátttöku og einkalífs, var fjallað um auknar kröfur til launa- fólks á vinnumarkaði og vaxandi erfiðleika margra í því sambandi. Þetta bitnar frekar á konum enda er það staðreynd að konur vinna meiri ólaunaða vinnu á heimilinu en karlar. Verst bitnar þetta á ungum fjölskyldum með börn. Þingið lagði ríka áherslu á eflingu fæðingar- og foreldraorlofskerfisins til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og tryggja öllum börnum leikskólavist. Jafnframt þarf að auka möguleika á sveigjanlegum vinnutíma. Eitt af lykilmálum þingsins var umfjöllun um nýja tækni og breytingar á atvinnuháttum. Fjarvinna, netvinna, íhlaupastörf, aukin verk- takavæðing, tímabundin störf, óskýrara ráðn- ingarsamband og lakari réttindi eru áskoranir sem stéttarfélög um allan heim standa frammi fyrir. Þingið krafðist þess að þessar breytingar á atvinnuháttum verði á forsendum launafólks en ekki stórra fyrirtækja. Vinnumarkaður fram- tíðarinnar feli í sér tækifæri til bættra lífskjara, styttingar vinnutíma og afkomuöryggis. Í ályktun um velferðarmál er þess krafist að snúið verði af þeirri sveltistefnu í heilbrigð- iskerfinu sem fylgt hefur verið undanfarin ár. Framlög hafi hvergi nærri fylgt fólksfjölgun Sólveig Anna Jónsdóttir, for- maður Eflingar var kjörin í mið- stjórn og Eflingarfélagarnir Anna Marjankowska og Daníel Örn Arnarson eru meðal varafulltrúa Nýtt forsetatríó, talið frá vinstri: Vilhjálmur Birgisson, 1. varaforseti, Drífa Snædal forseti og Kristján Þórður Snæbjarnarson 2. varaforseti.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==