Ársskýrsla 2019-2020

12 félagsins, sjúkrasjóði, fræðslusjóði og orlofssjóði. Sviðinu tilheyrir starfsfólk sjóðanna, starfsfólk í móttöku og VIRK ráðgjafar Eflingar eða að jafnaði 20 manns. ÞjónustusviðEflingar varð til við skipulagsbreytingar á skrifstofu Eflingar þann 2.september 2019. Helstu verkefni sviðsins eru mótttaka félagsmanna á skrif- stofu og þjónusta í gegnum síma og tölvupóst. Undir þjónustusvið fellur öll þjónusta sem tengist sjóðum ÞJÓNUSTUSVIÐ Uppbygging þjónustusviðs er með eftirfarandi hætti: ÞJÓNUSTUSVIÐ HELSTU VERKEFNI Móttaka Sjúkrasjóður Fræðslusjóður Orlofssjóður VIRK ráðgjafar Starfsfólk móttöku tekur á móti félagsmönnum sem koma á skrifstofu félagsins ásamt því að svara fyrirspurnum í síma og tölvupósti. Starfsfólk móttöku tekur á móti gögnum eins og styrkumsóknum í sjúkrasjóð og fræðslusjóð ásamt því að sinna öðrum tilfallandi verkefnum. Starfsfólk sjúkrasjóðs tekur á móti félagsmönnum sem sækja um sjúkradagpeninga, afgreiðir allar styrkumsóknir og greiðir út sjúkradagpeninga og styrki úr sjúkrasjóði. Starfsfólk fræðslusjóðs afgreiðir og greiðir út stofnanastyrki og einstaklingsstyrki úr fræðslusjóði. Starfsfólk orlofssjóðs sér um gerð leigusamninga og bókanir orlofshúsa ásamt því að sjá um sölu á gjafabréfum Icelandair og veiði- og útilegukortum. VIRK ráðgjafar aðstoða félagsmenn Eflingar við endurhæfingu eftir veikindi og/eða slys og styðja félagsmenn við að komast aftur út á vinnumarkað. FRAMSÆKNI Í UPPBYGGINGU ÞJÓNUSTU

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==