Ársskýrsla 2019-2020
SAMHENT BARÁTTA 20 byr í brjóst, skipulögðu viðburði til að vekja athygli á kjarabaráttunni, héldu utan um verkfallsaðgerðir starfsmanna í hótel- og veitingahúsageiranum og brunuðu á milli vinnustaða í kosningabíl Eflingar til að auðvelda félagsmönnum lýðræðislega þátttöku í aðgerðunum. Með stuðningi starfsmanna tókst félagsmönnum að endingum að ná sögulegum kjara- samningi undir yfirskriftinni Lífskjarasamningar á almennum vinnumarkaði þann 3. apríl 2019. BARÁTTUVILJI HJÁ BORGARSTARFS-MÖNNUM Góð samvinna skapaðist á milli starfsmanna á sviði félaga- og kynningarmála í upptakti og kjara baráttu Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg undir lok ársins 2019 og upphafi ársins 2020. Fyrsti áfangi aðgerðanna markaðist af skipulögðum heimsókn- um Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns Eflingar á 30 vinnustaði Reykjavíkurborgar og ýmissa vel- ferðarstofnana á vegum ríkisins á haustmánuðum. Markmið þeirra var að hlusta eftir sjónarmiði starfs- manna og viðhorfi þeirra til frekari aðgerða. Óhætt er að segja að krefjandi áskoranir hafi einkennt starf Félags- og þróunarsviðs Eflingar-stéttarfélags á liðnu starfsári. Starfsmenn sviðsins gegndu ekki aðeins veigamiklu hlutverki í baráttu stéttarfélags- ins fyrir sanngjörnum kjarasamningum til handa starfsmönnum á almennum og opinberum markaði heldur tókust þeir á við umfangsmiklar skipulags- breytingar við stofnun sviðsins á haustmánuðum 2019. Félagssvið Eflingar var stofnað í þeim tilgangi að vinna að valdeflingu félagsmanna haustið 2018. Með stofnun Félags- og þróunarsviðs var sviðinu ásamt kynningar- og fræðslumálum steypt saman í eitt svið 10 starfsmanna þann 2. september 2019. Markmiðið með breytingunni var að stuðla að auknum sam- legðaráhrifum félaga-, kynningar- og fræðslumála og þar af leiðandi markvissari árangri í kjarabaráttu stéttarfélagsins og þjónustu við félagsmenn. Félagssvið Eflingar stóð í ströngu í baráttunni fyrir kjarasamningum á almennum vinnumarkaði í ársbyrj- un 2019. Starfsmenn sviðsins blésu félagsmönnum FÉLAGS- OG ÞRÓUNARSVIÐ
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==