Ársskýrsla 2019-2020

2 löngu væri orðið tímabært að leiðrétta kjör fjölmennra kvennastétta sem halda borginni gangandi. Eftir langt verkfall neyddist borgin þó að lokum til að viðurkenna réttmæti krafna okkar. Við skrifuðum sömuleiðis undir kjarasamning við ríkið um leið- réttingu á kjörum sögulega vanmetinna kvennastarfa. Og loksins, eftir mikla baráttu og verkföll náðum við sambærilegum árangri í kjarasamningi við SÍS. Sigur okkar sannar enn og aftur gildi verkfallsvopns- ins. Með óþrjótandi og magnaðri samstöðu tókst okkur að brjóta á bak aftur skjaldborg borgarinnar um lág- launastefnu og arðrán á vinnu okkar félaga. Félagsfólk Eflingar steig fram af hugrekki og baráttu- vilja og lýsti kjörum sínum og aðstæðum með þeim hætti að enginn sem á hlýddi var ósnortinn. Þannig vinnast sigrarnir, bæði þá og nú. Kæru félagar. Það er erfitt að finna réttu orðin til að hefja þetta stutta ávarp á að þessu sinni. Ekki sér fyrir endann á því hvaða afleiðingar Covid- 19 faraldurinn mun hafa á tilveru okkar. En þau hafa þegar verið gríðarleg; atvinnumissir og allt það upp- nám og áhyggjur sem honum fylgja. Síðasta ár, líkt og það á undan, hefur verið einstak- lega viðburðaríkt. Veturinn einkenndist af hörðum átökum þar sem félagsfólk Eflingar sem starfar hjá Reykjavíkurborg sagði grimmilegri láglaunastefnu borgarinnar stríð á hendur. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar um verkfallsboðun var söguleg, þar sem 95.5% þátttakenda í atkvæða- greiðslunni greiddu atkvæði með verkfalli. Fulltrúar borgarinnar neituðu engu að síður að horfast í augu við að alger einhugur ríkti í okkar röðum um að ÁVARP FORMANNS EFLINGAR BARÁTTAN FYRIR EFNHAGSLEGU OG FÉLAGSLEGU RÉTTLÆTI ER ENDALAUS

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==