Ársskýrsla 2019-2020

38 ÁRITUN ÓHÁÐS ENDURSKOÐANDA Til stjórnar og félagsmanna Eflingar–stéttarfélags ÁLIT Við höfum endurskoðað meðfylgjandi samstæðuársreikning Eflingar stéttarfélags fyrir árið 2019. Samstæðuársreikningurinn hefur að geyma skýrslu stjórnar, rekstrarreikning efnahagsreikning, yfirlit um sjóðstreymi, upplýsingar um mikilvægar reikn- ingsskilaaðferðir og aðrar skýringar. Það er álit okkar að samstæðuársreikningurinn gefi glögga mynd af afkomu félagsins á árinu 2019, efnahag þess 31. desem- ber 2019 og breytingu á handbæru fé á árinu 2019 í samræmi við lög um ársreikninga að undanskildum kröfum um fram- setningu bundinna eiginfjárreikninga þar sem um félagasamtök er að ræða. GRUNDVÖLLUR FYRIR ÁLITI Endurskoðað var í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Ábyrgð okkar samkvæmt þeim stöðlum er nánar lýst í kaflanum um ábyrgð endurskoðanda hér að neðan. Við erum óháð Eflingu stéttarfélagi í samræmi við alþjóðlegar siðareglur fyrir endurskoðendur og höfum við uppfyllt ákvæði þeirra. Við teljum að við endurskoðunina höfum við aflað nægilegra og viðeigandi gagna til að byggja álit okkar á. ÁBYRGÐ STJÓRNAR OG FORMANNS Á SAMSTÆÐUÁRSREIKNINGNUM Stjórn og formaður eru ábyrg fyrir gerð og framsetningu samstæðuársreikningsins í samræmi við lög um ársreikninga að undanskildum kröfum um framsetningu bundinna eiginfjárreikninga þar sem um félagasamtök er að ræða. Stjórn og for- maður eru einnig ábyrg fyrir því innra eftirliti sem nauðsynlegt er varðandi gerð og framsetningu samstæðuársreikningsins, þannig að hann sé án verulegra annmarka, hvort sem er vegna sviksemi eða mistaka. Við gerð samstæðuársreikningsins eru stjórn og formaður ábyrg fyrir því að meta rekstrarhæfi Eflingar stéttarfélags. Ef við á, skulu stjórn og formaður setja fram viðeigandi skýringar um rekstrarhæfi og hvers vegna þau ákváðu að beita forsendunni um rekstrarhæfi við gerð og framsetningu samstæðuársreikningsins, nema stjórn og formaður hafi ákveðið að leysa félagið upp eða hætta starfsemi, eða hafi enga aðra raunhæfa möguleika. ÁBYRGÐ ENDURSKOÐANDA Á ENDURSKOÐUN SAMSTÆÐUÁRSREIKNINGSINS Markmið okkar er að afla nægjanlegrar vissu um að samstæðuársreikningurinn sé án verulegra annmarka, hvort sem er af völdum sviksemi eða mistaka og að gefa út áritun sem felur í sér álit okkar. Nægjanlega vissa er þó ekki trygging þess að endurskoðun framkvæmd í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla muni uppgötva allar verulegar skekkjur séu þær til staðar. Skekkjur geta orðið vegna mistaka eða sviksemi og eru álitnar verulegar ef þær gætu haft áhrif á fjárhagslega ákvarðanatöku notenda samstæðuársreikningsins, einar og sér eða samanlagðar. Endurskoðun okkar í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla byggir á faglegri dómgreind og beitum við gagnrýnni hugsun við endurskoðunina. Við framkvæmum einnig eftirfarandi: • Greinum og metum hættuna á verulegri skekkju í samstæðuársreikningnum, hvort sem er vegna mistaka eða sviksemi, hönnum og framkvæmum endurskoðunaraðgerðir til að bregðast við þeim hættum og öflum endurskoðunargagna sem eru nægjanleg og viðeigandi til að byggja álit okkar á. Hættan á að uppgötva ekki verulega skekkju vegna sviksemi er meiri en að uppgötva ekki skekkju vegna mistaka, þar sem sviksemi getur falið í sér samsæri, skjalafals, misvísandi framsetningu samstæðuársreiknings, að einhverju sé viljandi sleppt eða að farið sé framhjá innri eftirlitsaðgerðum. • Öflum skilnings á innra eftirliti, sem snertir endurskoðunina, í þeim tilgangi að hanna viðeigandi endurskoðunaraðgerðir, en ekki í þeim tilgangi að veita álit á virkni innra eftirlits félagsins. • Metum hvort reikningsskilaaðferðir sem notaðar eru, og tengdar skýringar, séu viðeigandi og hvort reikningshaldslegt mat stjórnenda sé raunhæft. Á R S S K Ý R S L A E F L I N G A R 2 0 1 9 – 2 0 2 0

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==