Ársskýrsla 2019-2020
40 SKÝRSLA STJÓRNAR Samstæðuársreikningur Eflingar-stéttarfélags fyrir árið 2019 er gerður í samræmi við lög um ársreikninga að undanskildum kröfum um framsetningu bundinna eiginfjárreikninga þar sem um félagasamtök er að ræða. Tekjur umfram gjöld á árinu 2019 nema kr. 539.562.453. Samkvæmt efnahagsreikningi nema eignir félagsins kr. 13.535.598.458 bókfært eigið fé í árslok er kr. 13.167.317.659 og er eiginfjárhlutfall félagsins 97,28%. Stjórn félagsins vísar í samstæðuársreikninginn um breytingar á eigin fé félagsins og ráðstöfun ársins. Meginhlutverk Eflingar-stéttarfélags er að vinna að gerð kjarasamninga, túlka þá félagsmönnum í hag, byggja upp réttindi í sjóðum fyrir félagsmenn og verja réttindi þeirra í kjarasamningum og vinnudeilum, gagnvart slysa og veikindarétti, orlofsmál- um og í fræðslumálum Efling-stéttarfélag veitir félagsmönnum sínum fjölþætta þjónustu á þessum sviðum. Það er álit stjórnar Eflingar-stéttarfélags að í samstæðuársreikningi þessum komi fram allar upplýsingar sem nauðsyn- legar eru til að glöggva sig á stöðu félagsins í árslok, rekstrarárangri ársins og fjárhagslegri þróun á árinu Stjórn Eflingar- stéttarfélags staðfestir hér með samstæðuársreikning félagsins fyrir árið 2019 með undirritun sinni. Reykjavík, 7 maí 2020 Í STJÓRN Sólveig Anna Jónsdóttir stjórnarformaður Agnieszka Ewa Ziólkowska Aðalgeir Björnsson Anna Marta Marjankowska Daníel Örn Arnarsson Guðmundur J. Baldursson Jamie McQuilkin Jóna Sveinsdóttir Kolbrún Valvesdóttir Magdalena Kwiatkowska Ólöf Helga Adolfsdóttir Stefán E. Sigurðsson Úlfar Snæbjörn Magnússon Zsófia Sidlovits Þorsteinn M. Kristjánsson Á R S S K Ý R S L A E F L I N G A R 2 0 1 9 – 2 0 2 0
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==